Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Blaðsíða 14

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Blaðsíða 14
Að síðustu skal bent á eitt dæmi enn. Fyrir nokkrum árum greindi tvo menn á um það, hvort klapparásarnir á Héraði eystra hefðu nokkurn tíma verið huldir jarðvegi. Annar, sem var búfróður vel, taldi að ásarnir hefðu verið svipaðir útlits fyrir 1000 árum og þeir eru nú. Um líkt leyti fannst botn úr viðarkolagröf yst og nyrst á einum hæsta ásnum vestan við Eiða á Héraði. Botninn loddi eftir í ofurlitlu moldarflagi, sem sat eftir í klapparskoru. Sú kolagröf er óræk sönnun þess, að fyrrum hefur verið álnar þykkur jarðvegur eða meir uppi á háásnum, og ekki nóg með það. Menn hefðu ekki farið að taka kolagröf hæst og nyrst á ásnum, ef þar hefði ekki verið sæmilegasti kolaskógur. Engum heilvita manni hefði dottið í hug, að fara að draga við til kolagerðar upp á ásinn. Þau dæmi, sem hér hafa verið nefnd, eru aðeins fá af mörgum, sem unnt er að tína til, til þess að sýna, að birkiskógar hafa verið miklu útbreiddari áður fyrr en nokkurn nútíma mann gæti grunað að lítt rannsökuðu máli. Eftir því, sem fleiri upp- lýsingar liggj a fyrir, verður æ erfiðara að véfengj a orð Ara Þorgilssonar hins fróða, eins hins sann- orðasta og óljúgfróðasta íslendings, sem uppi hefir verið. Mörgum manninum, jafnvel fyrrverandi próf- essor í lögum, hefir reynst hált á því að bera brigður á orð Ara fróða, og hætt er við, að ýmsum öðrum verði fótaskortur, þegar þeir fara að lesa prófarkir af íslendingabók og breyta viði í víði, og þar fram eftir götunum. VIII Um síðustu aldamót og á næstu tveim ára- tugum þar á eftir, fóru menn að veita uppblæstri landsins meiri athygli en áður. Ennfremur fóru fram athuganir á nýgræðingi á melum og sönd- um. Gróðurrannsóknir voru þá í byrjun hér á landi, og gróðursaga einstakra héraða lítt kunn eða óþekkt með öllu. Var því engin von til þess, að menn gætu þá þegar komið auga á röskun jafn- vægisins í náttúrunni og séð, hvernig birkigróður- inn hafði jafnframt verið verndargróður jarð- vegsins. En af þeim ástæðum kom fram sú kenn- ing, að þegar jarðvegurinn hér á landi hefði náð ákveðinni þykkt, færi hann að blása upp og eydd- ist uns landið væri örfoka. Síðar næmu plönturn- ar örblásin lönd á ný, og þar þykknaði jarðvegur- inn svo smám saman, uns hann væri orðinn svo þykkur á nýjan leik, að hann hlyti að blása upp. Reynt var að færa ýmsar líkur fyrir þessari kenn- ingu, meðal annars þær, að hárpípuafl jarðvegs- ins minnkaði svo mjög í efsta borði hans, er hann væri orðinn hæfilega þykkur, að rætur plantnanna gætu ekki dregið sér nægan raka, en veikluðust og yrðu svo eyðingunni að bráð. Kenning þessi er háskaleg, einkum og sér í lagi ef menn nota hana sem afsökun til óskynsam- legrar notkunar landsins, eins og ýmsir hafa gert. Um allt land er enn til jarðvegur, sem haldist hefuróskemmdursíðan í ísaldarlok, eðaein8-10 þúsund ár, og engin líkindi eru til, að sá jarð- vegur blási upp á meðan hann hefir þá hlíf og það skjól, sem birkið veitir honum. Öll sár, sem kunna að koma í jarðveginn sakir vatnsrennslis eða á annan hátt, gróa fljótt aftur, ýmist á fáum árum en þó oftast samsumars. Efst og vestast í Landsveit, í krikanum, sem Þjórsá myndar sunnan Þjórsárdals, hefir allvíð- lendur skógur lifað af gróðurrán fyrri alda. Nefn- ist hann Lambhagi og er fjarri byggðu bóli, en fjarlægðin hefir forðað honum frá tortímingu. Skógurinn stendur á4-5 metra þykkum jarðvegi, sem hvílir á móbergsklöpp. Klöppin skagar út í árfarveginn á löngu svæði, og hefir áin oft sorfið móbergið undan jarðveginum. Hafa þá moldar- skriður opnast á stundum og jarðvegurinn legið ber fyrir vindi og vatni um lengri eða skemmri tíma. Samt hafa engir uppblástursgéirar náð að skerast inn í þennan þykka og forna jarðveg, þar sem skjóls nýtur af skóginum. Skamrht austan við skóginn er allur jarðvegur sorfinn afofan áklöpp eða hraun, en af því svæði var skógur ruddur á öldinni, er leið. Er það því svo ljóst, að ekki verður um villst, að birkiskógurinn hefir verndað þetta land. Ef hann hefði orðið að víkja, væri land þetta annað- hvort örblásið eða á hraðri leið að blása. Þessi skógur hefir notið takmarkaðrar friðunar síðan um 1925 en algerðrar friðunar eftir 1941. A þeim tíma hefir hann breiðst óðfluga út, og þess verður hvergi vart, að nýgræðingurinn geti ekki dregið sér nóg vatn sakir skorts á hárpípuafli jarðvegs- 12 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS fSLANDS 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.