Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Blaðsíða 21
HELGI HALLGRIMSSON
Úr sögu Ranaskógar í Fljótsdal
íslensk skóglendi 3
Ranaskógur í landi Hrafnkelsstaða (Vallholts)
í Fljótsdal er af ýmsum talinn vera fegursti birki-
skógur á íslandi. Má þar vísa til ummæla Hjör-
leifs Guttormssonar (8, bls. 55) og heyrt hefi ég
Sigurð Blöndal, núverandi skógræktarstjóra,
viðhafa svipuð ummæli. Auðvitað verður sú
spurning aldrei útkljáð, hver sé fegursti skógur-
inn, enda verða skógar ekki leiddir upp á svið,
eins og gert er við fagrar stúlkur.
Hvað er það þá við þennan skóg, sem réttlætir
að gefa honum slíkar einkunnir? í fyrsta lagi eru
birkitrén í neðanverðum Ranaskógi óvenju há og
beinvaxin, oft með hvítum stofni og mikið er um
reynitré sem eru jafnvel enn tignarlegri. Skógur-
inn er gisinn en trjákrónur ná þó víðast saman og
mynda skemmtilega laufhvelfingu. Botninn er
vaxinn grasi og mosa, undirgróður lítill svo auð-
velt er að ganga um skóginn, einnig er sumsstaðar
nokkur blómgróður, svo sem blágresi, hrútaberja-
lyng o.fl.
í öðru lagi er umhverfi skógarins nokkuð sér-
stakt, einkum vegna hins mikilfenglega og lit-
skrúðuga Gilsárgils, sem afmarkar skóginn að
austanverðu, og reyndar vex hann ofan í gilið á
nokkrum stöðum og þekur þar kletta og skriður.
í þriðja iagi má svo nefna útsýnið frá skógin-
um, sem er næsta einstakt, því að Hengifossáin
með fossavali sínu blasir við í hlíðinni handan
dalsins, einnig sést langt út yfir Lagarfljót og til
skógivaxinna ása innan við Hallormsstað.
Raninn gengur norður úr Hrafnkelsstaðahálsi
eða Hálsendum, milli Gilsárgils ogGilsáreyra, og
Séð niður yfir Brekku- og
Hjarðarbólsfjall í Fljótsdal.
I baksýn Buðhmgavalla-
skógur (t.v.) ogRanaskógur
(t.h.). Mynd: H. Hg.
22-07-86.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
19