Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Blaðsíða 95
frá Skeggjastöðum í Fellum, síðar kennari á
Laugalandi í Eyjafirði, var lengi í stjórninni. Að
afloknu námi við skógræktardeild landbúnaðar-
háskólans á Ási í Noregi 1952 hóf Sigurður
Blöndal störf fyrir félagið.
Fyrsti formaður félagsins var Guttormur Páls-
son og var það til 1962. Þórarinn Þórarinsson
skólastjóri á Eiðum tók við af honum og var for-
maður tii 1964. Þá var Halldór Sigurðsson, tré-
smíðameistari á Miðhúsum, formaður í eitt ár, en
Þorsteinn Sigurðsson læknir tók við formennsk-
unni af honum og var það til 1975. Frant að því
voru fundir haldnir reglulega í félaginu. Eftir það
lagðist starfið að mestu niður, uns það var endur-
reist 1980, og var þá ákveðið, að félagssvæðið
skyldi aðeins vera Fljótsdalshérað.
Halldór Sigurðsson var kosinn formaður á
þessunt fundi og var það til 1986, er Einar Orri
Hrafnkelsson trésmíðameistari á Egilsstöðum
tók við formennsku, og er hann það nú á 50 ára
afmæli félagsins. Aðrir í stjórn eru: Halldór Sig-
urðsson á Miðhúsunt meðstjórnandi, Edda
Björnsdóttir á Miðhúsum, gjaldkeri, Eiríkur
Þorbjarnarson trésmíðameistari á Egilsstöðum,
ritari, og Magnús Sigurðsson bóndi á Úlfsstöð-
um, meðstjórnandi.
ERINDREKSTUR
Þórarinn Pálsson á Skeggjastöðum var erind-
reki hjá félaginu sumurin 1949 og 1950. Hann
hafði unnið í gróðrarstöðinni á Álastarhaugi í
Norður-Noregi sumarið 1947 og verið settur
skógarvörður í Fnjóskadal sumarið 1948.
Þórarinn ferðaðist um Héraðið og firðina
norður til Vopnafjarðar. Aðalverkefni hans var
að meta, hvar land væri heppilegast til skóg-
ræktar við sveitabæi og kauptún. Hann lét félagiö
hafa skýrslu um störf sín, og má þar lesa, hverjir
vildu koma upp skógarreitum. Hann tók á móti
pöntunum á girðingarefni. Áður en hann hóf
erindrekastaríið, var búið að kanna, hve mikið fé
Múlasýslur myndu láta af hendi rakna til þess að
greiða honum fyrir það.
Sumarið 1968 ferðuðust þau hjónin Þorsteinn
Sigurðsson læknir og Friðbjörg Jónsdóttir um fé-
lagssvæðið frá Lónsheiði til Vopnafjarðar, gerðu
úttekt á öllum skógarreitum á vegum félags-
93
Halldór Sigurðsson kennari og skólastjóri á Eiðum var
þriðji formaður félagsins og aftur hinn fimmti. Mynd:
Sigurður Mar HaUdórsson.
Einar Orri Hrafnkelsson trésmíðameistari á Egils-
stöðum er núverandi formaður og hinn sjötti í röðinni.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989