Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Blaðsíða 118
Nálægt jaðrinum eru trén bækluð og afmynduð.
Um 100 m frá jaðrinum eru trén búin að fá eðlilegt
vaxtarlag, en gríðarlangar skeggfléttur hanga á grein-
unum og gefa skóginum annarlegan blœ.
næstum eins og korn á akri. Slíkur er máttur lífsins
og þrautseigja þessarar framvarðarsveitar, sem hefir
tekist á hendur það erfiða hlutverk að brjóta tegund-
inni braut um nýjar lendur. Hér er opið haf fram
undan, sjálft Norður-Atlantshafið, enda leynir sér
ekki, hvaða álag er á þessum grenitrjám. Það er svo-
lítil vík inn í ströndina til hliðar við nesið. Þar
hækkar jaðarinn strax. Hann gengur ekki út í ekki
neitt, eins og þar sem landið gengur lengra fram
alveg niður í fjöruborðið. Við erum ekki komin
nema svona 100 m inn i skóginn frá jaðrinum, þá er
skógurinn kominn í jafnvægi aftur, orðinn alveg
eðlilegur, svo þetta álagsbelti við hafið er ekki breið-
ara. Við erum komin 200-300 m inn frá jaðrinum og
þá erum við komin f alveg eðlilegan, náttúrlegan
rauðgreniskóg. Kjell hefir mikinn áhuga á, að þetta
svæði verði friðlýst eftir náttúruverndarlögum og þá
segir Aarmo okkur, að hreppsnefndin hafi þegar
ákveðið, að þetta verði ekki nýtt öðruvísi en sem
náttúruverndarsvæði. Hann segir okkur líka, að
aðeins 10 km þarna frá ströndinni hafi hann fundið
30 m hátt rauðgrenitré.
Myndirnar, sem ég tók á þessum merkilega
stað, lýsa honum náttúrlega miklu betur en ég get
gert með orðum, sem verða býsna fátækleg and-
spænis slíku undri náttúrunnar. Nokkrar þeirra
fylgja hér með.
116
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989