Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Blaðsíða 70
Arstadur:
Hlíðin ofan við Arstað er
snarbrött og ber mest á
blæösp á stöllunum, sem
ganga skáhaUt upp hlíðina.
upp af rótarskotum eins og álmurinn gerir
stundum. Undirgróðurinn mittisháar blómplönt-
ur, feikna gróska, enda er bergið undir kambró-
silúr. Allt sést þetta velá myndunum. sem fylgja.
Skólabróðir minn Helge Karstensen frá Bodö,
sem var í för með okkur, manna best að sér um
trjátegundir og gerkunnugur álminum í Arstað-
arhlíð, segir mér, að iangt sé milli góðra fræára. í
þetta sinn sáum við ekkert fræ. En Helge segist
muna eftir því einu sinni, að álmurinn hafi verið
brúnn af fræi (það er fullþroskað snemma í júlí og
þá þarf að sá því svo fljótt sem auðið er). En aug-
ljóst er, að mjög erfitt er að tína fræ af stærstu
trjánum á þessum stað, því að erfitt er að komast
þangað með nauðsynlegan útbúnað.
Sumir telja, að hugsanlega hafi álmurinn verið
fluttur af manna völdum norður í Beðin, því að
nokkuð langt er suður í næstu áimskóga. En
Helge segir okkur, að þeir, sem það kynnu að
hafa gert, hljóti að hafa haft góða tilfinningu fyrir
því, hvaða vaxtarstað álmurinn kjósi helst.
Nú stendur víst til að friða þetta álmsvæði og
þá þarf sérstakt leyfi til að tína þar fræ.
Reynsla af ræktun álms á íslandi:
1. Hann er talsvert vindþolinn.
2. Hávaxið tré í görðum, en þarf góðan og
djúpan jarðveg og mikinn áburð til þess að
Arstaður: Álmurinn. Hér stendur Helge Karstensen við
eitt af beinvöxnu trjánum.
68
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989