Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Qupperneq 105
(klónarnir) séu ekki færri en 50 að tölu. Sömu at-
riði og áður eru nefnd gildi einnig fyrir stafafuru,
nema er varðar tölu klóna. Nægilegt sé að taka 20
klóna af henni.
2. Söfnun úrvalstrjáa.
Söfnun sitkagrenis. í marsmánuði 1976 hófst
söfnun á ágræðslukvistum af sitkagreni og stjórn-
aði Itenni Haukur Ragnarsson, þáverandi for-
stöðumaður Rannsóknastöðvarinnar á Mógilsá.
Honum til aðstoðar við söfnunina voru þeir Guð-
mundur Örn Árnason, sérfræðingur á Mógilsá,
Böðvar Guðmundsson, þá aðstoðarmaður
skógarvarðarins á Suðurlandi og skógarverðirnir
í Borgarfirði og á Austurlandi. Söfnuðu þeir
Haukur, Böðvar og Guðmundur Örn kvistum í
Haukadal, á Álfaskeiði, Tumastöðum og í Múla-
koti. har skiptust leiðir og fór Haukur til
söfnunar á Stálpastöðum og Háafelli í Skorradal
og fékk Ágúst Árnason skógarvörð sér til aðstoð-
ar. Þeir Böðvar og Guðmundur Örn héldu lengra
austur í sveitir og söfnuðu grenikvistum á Kirkju-
bæjarklaustri, Svínafelli, Skaftafelli, Kvískerjum
og Reynivöllum í Suðursveit. Þar sneru þeir
félagar við og á bakaleið var safnað kvistum í
Deildarárreit, Gjögrum og Skógum og luku þeir
söfnuninni í Hveragerði. Sigurður Blöndal, þá-
verandi skógarvörður á Hallormsstað sá um
söfnun þar.
Öllu ágræðsluefninu var síðan safnað saman á
Mógilsá og þaðan sent rakleiðis til gróðrarstöðv-
arinnar í Etne í Noregi til ágræðslu.
Samtals voru teknir kvistir af 52 úrvalstrjám.
Því miður eru fáar upplýsingar til um móðurtrén,
s.s. mælingar, lýsingar á staðháttum eða saman-
burður á móðurtrjám og nálægum trjám við þau.
Hinsvegar sýnir meðfylgjandi tafla fjölda þeirra
kióna, sem safnað var, söfnunarstað og uppruna.
Hvað varðar uppruna klóna þá er aðeins vitað
með vissu um helming þeirra. Sé hinsvegar
gengið út frá gróðursetningarári þeirra, þá er
sennilegt að um 40 þeirra eigi uppruna að rekja til
Prince William Sound-svæðisins í Alaska (Cor-
dova, Pigot Bay og Point Pakenham). 7 eða 8
koma frá Kenaiskaga, en 3-4 frá SA-Alaska,
Baranof Island og e.t.v. Juneau.
Söfnun stafafuru. Söfnun kvista af stafafuru
var gerð 1977 og var hún mun einfaldari í sniðum
en söfnun sitkagrenisins og var henni tvískipt. Á
Hallormsstað sá Sigurður Blöndal um val á móð-
urtrjám. Þarvoru teknirkvistiraf lOtrjám. Fimm
voru teknir úr elsta stafafurureitnum, sem
plantað var 1940, kvæmi Smithers í British Col-
umbia og 5 úr reit frá 1956, kvæmi Wedellsborg í
Danmörku. Ekki er vitað um uppruna kvæmisins
Wedellsborg, en útlit trjánna bendir til að þau séu
komin frá Oueen Charlotte Islands. Sumir telja
þó að Wedellsborgkvæmið eigi uppruna að rekja
til strandar Washingtonfylkis.
Fimmtíu stafafurukvistir voru teknir í Skorra-
Sitkagrenið. Lítið er af
könglum þetta árið. Mynd:
Pórarinn Benedikz, sept.
1988.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
103