Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Blaðsíða 55
ROGER LINES
Vangaveltur um ýmis vandamál
í skógrækt á íslandi
UMHÖFUNDINN
Roger Lines starfaði í áratugi við Northern Research
Station (Nyrðri rannsóknastöðina) í skógrækt rétt utan
við Edinborg í Skotlandi. Hann er meðal reyndustu og
virtustu sérfræðinga heimsins í ræktun trjátegunda, sem
fluttar eru milli heimsálfa eða landa. Hann hóf á fjórða
áratug rannsóknir á því, hvaða trjátegundir og kvæmi
hentuðu best í ræktun á Bretlandseyjum. Niðurstöður
af þessu ævistarfi hans birti hann í litlu riti, sem nefnist
„Choice of Seed Origin for the Main Forest Species in
Britain“ („Val á kvæmum helstu skógartrjáa á Bret-
landseyjum“) og kom út árið 1987. Roger Lines hefir á
langri starfsævi ferðast víða um lönd og kynnt sér þar
skóga og skógrækt. Sérstaklega er þekking hans á trjá-
tegundum á vesturströnd Norður-Ameríku yfirgrips-
mikil, svo að þar á hann fáa sína líka.
Hann kom til Islands sumarið 1967 og kynnti sér
skógræktina víða um land. Skrifaði um ferðina ákaflega
vandaða skýrslu. Hann heimsótti Færeyjar árið 1986 og
skrifaði grein um skógrækt þar í tímaritið Scottish For-
estry 1987.
Roger hefir nú látið af störfum fyrir aldurs sakir. Með
hjálp breska sendiherrans á Islandi, Mr. Mark F. Chap-
man, var honum gert kleift að heimsækja Island öðru
sinni sumarið 1988. Fór hann og kona hans víða um land
í fylgd Aðalsteins Sigurgeirssonar og komu þau í flest
helstu skógræktarsvæði landsins. Eg var með þeim í
Hallormsstaðaskógi og var einstaklega lærdómsríkt að
ganga með honum um sömu teigana og við gengum um
fyrir 21 ári. Hann hafði í vasanum minnisbókina sína frá
þeim tíma og bar saman við það, sem nú blasti við aug-
um. Minni hans reyndist auk þess ótrúlega gott.
Roger hefur skrifað skýrslu um þessa ferð og lýsir þar
hverju einasta svæði, sem hann heimsótti nú.
Skýrslunni lýkur með yfirlitskafla, sem hann nefnir
þvínafni,semhérernotaðsemfyrirsögn. Égtaldisjálf-
sagt að gefa lesendum Ársritsins kost á því að sjá álit
þessa heimsþekkta skógvísindamanns á því, sem við
höfum verið að gera á undanförnum áratugum og álykt-
anir hans af því. Gaf Roger mér ljúfmannlega leyfi til
þess að vinsa úr þessum kafla þau atriði, sem hefðu
almennt gildi fyrir lesendur ritsins. Færi ég honum bestu
þakkir fyrir það.
Sigurður Blöndal
STRANDKVÆMl AFSTAFAFURU
FRÁ ALASKA í JÓLATRÉSRÆKT
í mörgum stafafuruteigum af Skagway-kvæmi,
sem við skoðuðum í ferðinni, voru of margir ein-
staklingar með of veikar hliðargreinar fyrir
jólatré. Ég legg til. að reynt verði stafafurufræ frá
Prince of Wales-eyju, Baranof-eyju (t.d. Sitka)
eða jafnvel Annette-eyju. Nauðsynlegt væri að
gróðursetja jólatrén á sæmilega skýldum stöðum
í fremur frjósaman jarðveg. Rétt er að hafa
gisnar raðir af birki sem hliðarskjól. Við slíkar
aðstæður myndu tveggja ára gamlar bakka-
plöntur með góðu rótarkerfi taka fljótar við sér
eftir gróðursetningu en stafafuruplönturnar fyrr
á árum, sem aldar voru upp í beði. Þetta vekur
spurningu um það, hvort Skógrækt ríkisins eigi
að hafa jólatrésræktun sem meginmarkmið, eða
hvort ætti að láta einstaklinga annast þessa
ræktun. Hins vegar verð ég að láta þess getið, að
Hákon Bjarnason taldi í samtali okkar í lok
heimsóknarinnar, að af Skagway-kvæminu gætu
vaxið jólatré með vel lagaðri krónu, ef gróðursett
væri nógu gisið. Hann taldi ennfremur, að stafa-
fura frá Annette-eyju væri of suðlægt kvæmi.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
53