Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Blaðsíða 24

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Blaðsíða 24
Skógur niðri við brún ofan Gilsáreyrar. Mynd: Sig. Blöndal 29-07-80. skógar hafa einkum verið á endum jarðarinnar að utan og innan, en líklega skóglaust þar á milli. Sum þau örnefni, sem fyrir koma í þessum fornu heimildum, eru nú týnd eða umbreytt. T.d. er-nú ekki vitað hvar Slefholtsteigur (Stefnholts- teigur) var, þótt getgátur væru um það á 19. öld, að hann hefði legið á Gilsáreyrum „fyrir utan svo- nefndan Kirkjuhamar, en neðan reiðgötur" (sjá kafla um málaferli). Búðatungur heita nú, sam- kvæmt kortum, upp af botni Geitdals í Skriðdal, handan fjalls, austur af Sturluflöt. Þær eru í meira en 400 m hæð yfir sjó, svo varla hefur þar verið skógur, enda ekki víst, að til skógarítaks sé vísað með þessu örnefni. Kirkjuhamar er þekktur, innan og neðan við núverandi Ranaskóg, áberandi stuðlabergs- klettur við veginn, rétt fyrir innan Skógarbalann. Um hið einkennilega örnefni Fiðlukletta er hins vegar engin eining meðal kunnugra manna. Telja sumir það vera utan í Flálsendum, þar sem nú kallast Hálsendaklettar, en aðrir að það sé niðri við Gilsárgil eða jafnvel ofan í gilinu. Heimildin hér að framan bendir fremur til þess fyrrnefnda. Bæði örnefnin koma við sögu í málaferlum, er urðu vegna Ranaskógar á 19. öld. (Þess er að gæta að í vitnisburðinum frá 1650 er norður (=NV) andstæð átt við austur, eins og enn er málvenja í Fljótsdal). Ranaskógur hefur því verið miðaður við svæðið á Rananum, utan (NA) línu sem hugsast dregin úr Kirkjuhamri í Fiðlu- kletta og þaðan beint áfram í Gilsárgil. RANASKÓGUR Á 17. OG 18. ÖLD Frá þessu tímabili er fátt bitastæðra heimilda um skóglendið á Hrafnkelsstöðum. í bréfum frá þessum tíma er aðeins vitnað til hinna fornu ákvæða um skógarítök Víðivalla og Valþjófs- staðar, sem þegar var getið, en fátt eða ekkert sagt um þáverandi ástand skógarins. Af fyrr- nefndu kaupbréfi Jóns Þorlákssonar, fyrir Víði- völlum ytri, frá 1674, er ekki annað að sjá, en að þá hafi Ranaskógur verið í fullu gildi og hefur lík- lega teygt sig niður á Gilsáreyrar. f>ó er Iíklegt að harðindin á 17. öld hafi skert hann eins og aðra skóga. Sigfús Sigfússon sagnaritari getur þess líka, að maðkur hafi eytt Fljótsdalsskógum árið 1627 (16,X,15). Mestar skemmdir virðast þó hafa orðið á skógunum á síðari helmingi 18. aldar, og á það við flestalla skóga á Norður- og Austurlandi. Eftir tiltækum heimildum verður vart annað séð, en að á þessu tímabili hafi nær allir skógar fallið í þessum landshlutum. Helsta heimildin um skóga á Austurlandi á 18. og 19. öld er grein séra Sigurðar Gunnarssonar á Hallormsstað í Norðanfara 1872 (17). Sigurður kom til Austurlands um 1830 og byrjaði þá að spyrjast fyrir um sögu skóganna á Fljótsdalshér- 22 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.