Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Blaðsíða 64

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Blaðsíða 64
Beðinn: Breiðavík gengur til vinstri á miðri mynd. nokkurn tíma séð, hvert einasta tré er fullkomið að formi. Það stendur vissulega þétt, sem kannski á ein- lrvern þátt í því, að hvergi sést hlykkur á tré. í lerki- teigunum eru nokkrar gullfallegar lindifurur, sem eru þarna eins og heima hjá sér. Lerkiteigurinn er annað hvort 50 eða 57 ára. Yfirhæðin er 22 m og meðalhæð um 20 m. Fáir vita víst um þennan fagra lerkiteig. BEÐINN (.Beiarn) Petta nafn hefir sérstakan hljóm í eyrum eldri kynslóðar íslenskra skógræktarmanna af ástæð- um, sem vikið verður að síðar. I mínum eyrum hefir það þennan hljóm vegna þess, að ég kom þangað í skólaferðalag 1948, sem áðan var minnst á. Við vorum í fylgd J.Ad. Helgesens fylkisskógameistara í Bodö, sem er einn af minn- isstæðustu persónum, sem ég kynntist á Noregs- árunum. Byggðarlagið. Fjörðurinn Beðinn er næstur fyrir sunnan Sálpta, þröngur og hlykkjóttur, umluktur háum og snarbröttum fjöllum. Þröngur og nokkuð langur dalur gengur inn frá fjarðar- botninum. Þar er ein afskekktust byggð í þessum hluta Norður-Noregs. Samt er enn búið þar, og á ytra borði sér ferðamaður ekki annað en líf blómgist þar eins og það hefir gert um aldir. í Svíþjóð hefði slíkur dalur fyrir löngu verið kom- inn í eyði. Þarna var fyrrum glæsilegur furuskóg- ur. í hinum mikla kvæðabálki „Norðurlandstró- met“ eftir skáldklerkinn Petter Dass (1647-1708) standa m.a. þessar vísur um Beðin (þýðing Kristjáns Eldjárns): I Beðjanum þrýtur ei beinvaxinn skóg svo Búfinnar hafa þar meira en nóg af efni í báta og bæi; þeir viðina fella og fletta í borð og fullbúnar jagtirnar hafa á sér orð sem fríðustu fleytur á ægi. Ef einhver það stórvirki færist í fang að fara með sögunarmylnur í gang, ég ætla það auðfenginn gróða þeim stórlaxi sjálfum, en síður ég tel að slíkt mundi koma þeim Búfinnum vel sem bátana og jagtirnar bjóða. Þessar línur vitna um þá miklu auðlegð, sem í skóginum bjó. Nú er lítið eftir af þessum forna furuskógi, en björk, ösp og selja eru drottnandi trjátegundir. Rauðgreni hefir ekki borist af sjálfsdáðum í þetta byggðarlag. Það hafði enn ekki komist yfir Sálptafjallið. í þessum hluta Noregs eru bergtegundir allvíða, sem kallaðar eru kambró-silúr, og gefa ákaflega frjósaman jarðveg. í þessum jarðvegi vaxa grenitegundir og lauftré sérlega vel, eins og síðar verður vikið að. 62 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS fSLANDS 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.