Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Blaðsíða 22
Gömlu „eikurnar“ í túninu
á Skógarbala, Vallholti.
Mynd: H. Hg. 15-06-88.
er Ranaskógur kenndur við hann. Raninn liggur
um 50-200 m yfir dalbotninn, sem hér er í um 20
m hæð yfir sjó. Neðan við hann eru brattar
brekkur, svonefndar Stórhöfðakinnar, kenndar
við Stórhöfðann, sem rís á brún þeirra innantil í
skóginum, en hann hefur áður h'klega heitið
Skógarhöfði. Ysti endinn af Rananum kallast
Ranasporður.
Aðeins sést á jaðar skógarins af þjóðveginum
inn í Fljótsdalinn, sem liggur um Gilsáreyrar,
neðan undir Stórhöfðakinnum. Sé hratt ekið, er
því eins líklegt að ferðalangurinn taki ekki cftir
Ranaskógi, og yfirgefi Austurland án þess að
hafa séð þessa perlu íslenskra skóga.
Á hinn bóginn eru líkur til, að nokkrar forn-
legar birkihríslur, sem standa einstakar í miðjum
túnbletti, á svonefndum Skógarbala, örskammt
frá veginum, veki nokkra athygli ferðamannsins.
Pessi eldgömlu tré, sem Gunnar skáld (3) segir að
heiti Einstæðingar, virðast nú orðin mjög
hrörleg. Þau eru ekki mjög há, en sumir stofn-
arnir eru meira en feðmingur að ummáli. Svona
stór birkitré voru gjarnan nefnd eikur á Fléraði,
þótt auðvitað eigi þau lítið skylt við eikartré.
Ekki veit ég aldur þeirra, en giska á að þau séu
orðin 100-150 ára gömul. Þau eru Ieifar þess
skógar, er þarna óx neðan undir brekkunum allt
fram á síðustu öld og kemur við sögu hér á eftir.
Eins og Ranaskógur er dæmi um fegurð og tign
íslenska birkiskógarins þegar best lætur. þannig
eru Einstæðingarnir á Skógarbala dæmi um þá
hrikalegu eyðileggingu sem fram fór á skógum
landsins, af völdum manna, allt fram á vora daga.
Á þann hátt mætast andstæðurnar á þessum slóð-
um við innkeyrsluna í Fljótsdalshrepp.
Hér verður nú rakin saga Ranaskógar og nær-
liggjandi skóga á Hrafnkelsstöðum, eftir þeim
heimildabrotum sem skolað hefur á fjörur nútím-
ans og mér heíur tekist að draga á land.
FORNAR HEIMILDIR
Sem kunnugt er, heita Hrafnkelsstaðir í Fljóts-
dal eftir Hrafnkeli Freysgoða, hinni frægu sögu-
persónu Hrafnkels sögu. Eftir ósigur Hrafnkels
fyrir Sámi og fylgismönnum hans og niðurlæg-
ingu á Aðalbóli flytur hann, nánast slyppur og
snauður, með fólk sitt austur í Fljótsdal.
Viö vatnsbotninn stóð einn lítill bær, sem hét að
Lokhillu. Þetta iand keypti Hrafnkell í skuld, því að
eigi var kosturinn meiri en þurfti til búshluta hafa...
Þetta var skógland mikið og mikið merkjum, vont að
húsum, og fyrir það efni keypti hann landið litlu
verði. En Hrafnkell sá ekki mjög í kostnað og felldi
mörkina, því að hún var stór, og reisti þar reisilegan
bæ, þann er síðan hét á Hrafnkelsstöðum. Hefir það
síðan verið kallaður jafnan góður bær. (9)
Þar sem Hrafnkels saga er talin vera rituð á 13.
öld er Iíklegt að þessi umsögn um skógana á
20
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989