Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Síða 61
SIGURÐUR BLÖNDAL
Skógur undir heimskautsbaug
Stiklað um Sálpta og Hálogaland
FERÐALAG UM NORÐURKOLLINN
Aðdragandi. í byrjun ágúst 1987 kom til
íslands skógarhópur Norðurkollsnefndar Norð-
urlandaráðs. Hópurinn er sex manns, tveir skóg-
ræktarmenn frá norðurhéröðum hvers landanna,
Finnlands, Noregs og Svíþjóðar. Skoðuðu þeir
skógrækt á Suður- og Austurlandi.
í framhaldi af þeirri heimsókn var mér boðið
að heimsækja Norðurkollshéröðin og kynnast
skógræktinni þar. Valin voru þau svæði, báðum
megin heimskautsbaugsins, sem ég hafði tiltölu-
lega lítil eða engin kynni af áður. Ferðin stóð L-
9. júlí 1988 og hófst í Luleá í Norðurbotni,
Svíþjóð, og lauk á eyjunni Álöst á Hálogalands-
strönd Noregs.
Ég hefi valið að þýða norsk staðarnöfn á
íslensku og nota þýðingar dr. Kristjáns Eldjárns
á þeim í „Norðurlandstrómet“ Petters Dass.
Ltuul og skógur. í þessari ferð kynntist ég
landslagi og skógi í þessum hluta Svíþjóðar og
Noregs og fékk um leið að sjá byggðir og bú á um
1.400 km langri leið. Austan og vestan Kjalar,
sem skilur Svíþjóð og Noreg, er allt svo ólíkt, að
vart getur ólíkara. Á það jafnt við um land, skóg
og mannfélag.
Hlaupið yfir Svíþjóð. í þessari frásögn segir
ekkert frá Svíþjóð. Það bíður betri tíma. Stiklað
er um nokkra staði í héröðunum Sálpta (Salten)
og Hálogalandi (Helgeland). Þessir staðir eru
valdir, vegna þess að a.m.k. sumir þeirra skír-
skota til viðfangsefna, sem margir lesendur Árs-
ritsins, bæði félagar í skógræktarfélögum og
starfsmenn Skógræktar ríkisins, hafa verið að
fást við. Sumir staðirnir, sem stiklað er á í þessari
frásögn, eru af öðrum ástæðum áhugaverðir fyrir
íslenska skóg- og trjáræktarmenn, þ.e. hafa al-
mennt fræðslugildi.
Þannig er hér ekki á ferðinni samfelld ferða-
saga, enda á hún vart heima í þessu riti.
Þakkir. í ársskýrslu Skógræktar ríkisins fyrir
árið 1987, sem birtist í Ársritinu 1988, vargreint
frá heimsókn skógarhóps NorðurkoIIsnefndarinn-
ar og hverjir hann skipa. Hér skal hópnum þakk-
að fyrir að gefa mér kost á að fara þessa ferð, sem
er ein hin fróðlegasta og ánægjulegasta, sem ég
hefi farið um skóga á erlendri grund. Sérstakar
þakkir mínar eiga skildar formaður skógarhóps-
ins, Ingemar Eriksson, lénsskógræktarstjóri í
Norðurlandsléni í Svíþjóð, og Nils Olav Kaasen,
fylkisskógræktarstjóri í Norðurlandsfylki í Noregi.
Þeir voru leiðsögumenn mínir hvor í sínu landi og
óku með mig þessa löngu leið. Gestrisni þeirra og
ótæmandi fræðslu fæ ég seint fullþakkað.
SÁLPTADALUR
Skírskotun til íslenskrar skógrœktar. í íslenskri
skógræktarsögu er að finna nafnið Sálptadalur
(Saltdal) í Norðurlandsfylki í Noregi. Hann
liggur undir Sálptafjalli, sem heimskautsbaugur-
inn liggur yfir. Dalurinn gengur til austurs frá
botni Skerstaðsfjarðar, umluktur háum fjöllum.
þröngur mjög. í dalsmynninu er smábærinn
Rognan, þar sem skógræktarfélagið í Sálptahér-
aði rekur stóra gróðrarstöð fyrir trjáplöntur.
Þetta nafn hljómar kunnuglega í eyrum eldri
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
59