Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Síða 48
þessu tímabili, að nokkur önnur ntjög álitleg
kvæmi alaskavíðis hafa borist til Iandsins og verið
að ná útbreiðslu á undanförnum árum. Það er
einmitt sumt af því efni sem mikið hefur verið
fengist við að gróðursetja í skjólbelti upp á síð-
kastið.
Það sem um ræðir hefur borist til landsins fyrir
milligöngu Skógræktar ríkisins. Annars vegar
skeði þetta haustið 1958, en þá fékkst Ágúst
Árnason, skógarvörður að Hvammi í Skorradal,
við fræsöfnun í Alaska. Hann kom þar auga á
mjög þroskavænlegt einstaklingstré alaskavíðis
þegar hann safnaði við Granite Creek, norðar-
lega á Kenaiskaga, liðlega 100 km norðan Seward-
bæjar. Var raunverulega tilviljun ein sem olli því,
að Ágústi gafst tækifæri til að ná kvistum af þessu
tré, sem hefur reynst hér víða áberandi hraðvaxta
og í alla staði hið ágætasta hvað við kemur vetrar-
þolni.
Greinar þessa kvæmis eru áberandi miklu gild-
ari og grófari en greinar þess græna, sem eru
frekar fínlegar. Sama gildir um laufblöðin.
Afkvæmi af þessum afrakstri Ágústs fóru að-
eins að sjást í sölu vorið 1976, en fram að þeim
tíma hafði grænn alaskavíðir verið einráður og
hægt og sígandi hafði hann unnið töluvert á í
gróðursetningu, eins og áður er vikið að.
Kvæmi Ágústs var selt undir heitinu brúnn
alaskavíðir, því börkur ársgreina er áberandi
dökkbrúnn. Ársgreinar beggja áðurnefndra
kvæma eru þétthærðar, en hár eru mun lengri á
þeim brúna og hann því loðnari ásýndar. Þetta
kvæmi hefur einnig verið nefnt gústavíðir, trölla-
vfðir, eða aðeins trölli í gróðrarstöðvum sem hafa
haft afkvæmi hans til sölu, en kvæmið er kven-
kyns, eins og það græna.
Haukur Ragnarsson, núverandi skógarvörður,
safnaði síðan nokkru af víðikvistum hér og þar í
Alaska, þegar hann var sendur til leitar að
nýjum, harðgerðum asparkvæmum haustið 1963,
eftir að hið mikla veðuráfall þá um vorið hafði
stráfellt alaskaaspir mjög víða í lágsveitum á
Suður- og Suðvesturlandi. Víðiafrakstur Hauks
var sem hér segir samkvæmt frumgögnum sem ég
hef haft aðgang að ásamt öðrum heimildum frá
Skógræktinni:
S-l* Afkvisti af 4 trjám frá Skilak Lake á Kenai-
skaga.
S-2 Afkvisti af 15 trjám frá Copper River Delta,
austan Cordova.
S-3 Afkvisti af 12 trjám frá Miles Lake, Copper
River, 77 km austan Cordova.
S-4 Afkvisti af 17 trjám frá Cordova Flats, aust-
an Cordova.
S-5 Afkvisti af 3 trj ám frá Yakutat, rösklega 350
km suðaustan Cordova.
KLÓNAÚRVALIÐ'
OG SKRÁNING EINSTAKLINGA
Eftir gaumgæfilega könnun á þrifum og vetrar-
þolni voru valdir úr hópnum nokkrir einstakl-
ingar sem sköruðu fram úr. Þeir voru settir í fjölda-
framleiðslu laust fyrir 1980. Hefur gróðrarstöð
Skógræktar ríkisins á Tumastöðum haft veg og
vanda af því starfi.
Um var að ræða eftirfarandi valda einstaklinga
- klóna - sem lögð var megináhersla á að koma á
framfæri:
S-1 Hefur aðeins verið skráður Salix sp. fram
til þessa, þ.e. tvísýna um tegund. Ekki er
ennþá vitað um kynferði.
S-2 A Skráður Salix alaxensis - alaskavíðir. Kven-
kyns einstaklingur.
S-2B Skráöur Salix alaxensis - alaskavíðir. Kven-
kyns einstaklingur.
S-3 Aðeins skráður Salix sp., þ.e. óvissa um
tegund. Ekki heldur vitað um kynferði því
einstaklingar hafa ekki blómgast.
S-3 A Aðeins skráður Salix sp., þ.e. óvissa um
tegund. Ekki heldur vitað um kyn.
S-3 B Skráður Salix alaxensis - alaskavíðir. Karl-
kyns einstaklingur.
S-4 Skráður Salix cf. hookeriana. Karlkyns
einstaklingar eru a.m.k. til í þessu númeri,
en hvort mæður söluafkvæma muni vera
valdar af aðeins einu eða jafnvel fleiri trjám,
er ekki örugg vitneskja um.
*S táknar ættkvíslarheitið Salix, en hóparnir voru merktir svona upp-
haflega.
1) Klón, á ensku clon, notað um einstaklingsarfgerðir sem fjölgað er
með kynlausri æxlun, en allir fulltrúar klónsins eru af sömu gerð.
46
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989