Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Blaðsíða 48

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Blaðsíða 48
þessu tímabili, að nokkur önnur ntjög álitleg kvæmi alaskavíðis hafa borist til Iandsins og verið að ná útbreiðslu á undanförnum árum. Það er einmitt sumt af því efni sem mikið hefur verið fengist við að gróðursetja í skjólbelti upp á síð- kastið. Það sem um ræðir hefur borist til landsins fyrir milligöngu Skógræktar ríkisins. Annars vegar skeði þetta haustið 1958, en þá fékkst Ágúst Árnason, skógarvörður að Hvammi í Skorradal, við fræsöfnun í Alaska. Hann kom þar auga á mjög þroskavænlegt einstaklingstré alaskavíðis þegar hann safnaði við Granite Creek, norðar- lega á Kenaiskaga, liðlega 100 km norðan Seward- bæjar. Var raunverulega tilviljun ein sem olli því, að Ágústi gafst tækifæri til að ná kvistum af þessu tré, sem hefur reynst hér víða áberandi hraðvaxta og í alla staði hið ágætasta hvað við kemur vetrar- þolni. Greinar þessa kvæmis eru áberandi miklu gild- ari og grófari en greinar þess græna, sem eru frekar fínlegar. Sama gildir um laufblöðin. Afkvæmi af þessum afrakstri Ágústs fóru að- eins að sjást í sölu vorið 1976, en fram að þeim tíma hafði grænn alaskavíðir verið einráður og hægt og sígandi hafði hann unnið töluvert á í gróðursetningu, eins og áður er vikið að. Kvæmi Ágústs var selt undir heitinu brúnn alaskavíðir, því börkur ársgreina er áberandi dökkbrúnn. Ársgreinar beggja áðurnefndra kvæma eru þétthærðar, en hár eru mun lengri á þeim brúna og hann því loðnari ásýndar. Þetta kvæmi hefur einnig verið nefnt gústavíðir, trölla- vfðir, eða aðeins trölli í gróðrarstöðvum sem hafa haft afkvæmi hans til sölu, en kvæmið er kven- kyns, eins og það græna. Haukur Ragnarsson, núverandi skógarvörður, safnaði síðan nokkru af víðikvistum hér og þar í Alaska, þegar hann var sendur til leitar að nýjum, harðgerðum asparkvæmum haustið 1963, eftir að hið mikla veðuráfall þá um vorið hafði stráfellt alaskaaspir mjög víða í lágsveitum á Suður- og Suðvesturlandi. Víðiafrakstur Hauks var sem hér segir samkvæmt frumgögnum sem ég hef haft aðgang að ásamt öðrum heimildum frá Skógræktinni: S-l* Afkvisti af 4 trjám frá Skilak Lake á Kenai- skaga. S-2 Afkvisti af 15 trjám frá Copper River Delta, austan Cordova. S-3 Afkvisti af 12 trjám frá Miles Lake, Copper River, 77 km austan Cordova. S-4 Afkvisti af 17 trjám frá Cordova Flats, aust- an Cordova. S-5 Afkvisti af 3 trj ám frá Yakutat, rösklega 350 km suðaustan Cordova. KLÓNAÚRVALIÐ' OG SKRÁNING EINSTAKLINGA Eftir gaumgæfilega könnun á þrifum og vetrar- þolni voru valdir úr hópnum nokkrir einstakl- ingar sem sköruðu fram úr. Þeir voru settir í fjölda- framleiðslu laust fyrir 1980. Hefur gróðrarstöð Skógræktar ríkisins á Tumastöðum haft veg og vanda af því starfi. Um var að ræða eftirfarandi valda einstaklinga - klóna - sem lögð var megináhersla á að koma á framfæri: S-1 Hefur aðeins verið skráður Salix sp. fram til þessa, þ.e. tvísýna um tegund. Ekki er ennþá vitað um kynferði. S-2 A Skráður Salix alaxensis - alaskavíðir. Kven- kyns einstaklingur. S-2B Skráöur Salix alaxensis - alaskavíðir. Kven- kyns einstaklingur. S-3 Aðeins skráður Salix sp., þ.e. óvissa um tegund. Ekki heldur vitað um kynferði því einstaklingar hafa ekki blómgast. S-3 A Aðeins skráður Salix sp., þ.e. óvissa um tegund. Ekki heldur vitað um kyn. S-3 B Skráður Salix alaxensis - alaskavíðir. Karl- kyns einstaklingur. S-4 Skráður Salix cf. hookeriana. Karlkyns einstaklingar eru a.m.k. til í þessu númeri, en hvort mæður söluafkvæma muni vera valdar af aðeins einu eða jafnvel fleiri trjám, er ekki örugg vitneskja um. *S táknar ættkvíslarheitið Salix, en hóparnir voru merktir svona upp- haflega. 1) Klón, á ensku clon, notað um einstaklingsarfgerðir sem fjölgað er með kynlausri æxlun, en allir fulltrúar klónsins eru af sömu gerð. 46 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.