Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Síða 58
Roger Lines og Bjarni Helgason við sitkagrenitrén í
Hagavík, sem Roger nefnir í greininni. Mynd: Aðal-
steinn Sigurgeirsson.
draga mjög úr vanhöldum á þessu viðkvæma
aldursskeiði. Skygging plantnanna með svörtum
dúk til þess að stytta bjarta tíma sólarhringsins,
dregur mjög úr frostskemmdum á haustin hjá
suðlægum kvæmum. í Hagavík, skógi Bjarna
Helgasonar, sáum við 9. júlí 1988 stærðar sitka-
grenitré geislandi af hreysti, enda þótt þau væru
ættuð alla leið sunnan úr Oregon og Norður-Kali-
forníu. Þar eð þetta er langt sunnan við öruggt
útbreiðslusvæði sitkagrenis fyrir íslenskar að-
stæður, álít ég ómaksins vert að gera kvæmatil-
raunir með sitkagreni a.m.k. frá Juneau, Sitka
eða Ketchikan. Og ekki sakaði að reyna kvæmi
frá Queen Charlotte-eyjum, t.d. Masset.
Mér finnst ekki ástæða til að leggja mikla
áherslu á frekari kvæmatilraunir með P. abies
(rauðgreni), P. glauca (hvítgreni), P. engel-
mannii (blágreni) eða P. pungens (broddgreni).
Þær tilraunir, sem gerðar hafa verið með rauð-
greni, veita trúlega nægilega vitneskju um þau
skandinavísku kvæmi, sem eru að eðlisfari hæg-
vaxta. Eina þýska kvæmið í þessum tilraunum frá
Baden er sennilega veikgerðara og hefir minna
frostþol en kvæmi frá Eistlandi og Lettlandi (og
sýnir þannig ekki, hvað hugsanlega dygði best af
þessari tegund).
Pinus contorta (stafafura). í heimsókn minni
1967 sá ég lítið af stafafuru, nema teiginn á Hall-
ormsstað af Smithers-kvæmi, sem gróðursettur
var 1940 (fyrsti teigurinn af stafafuru á íslandi,
aths. þýðanda). Það voru þó fáeinir litlir teigar
aðrir: Teigurinn með Wedellsborg-kvæminu, sem
gróðursettur var á Hallormsstað 1957 (og ég
skráði þá hjá mér, að myndi vera meginlands-
kvæmi). í Vaglaskógi sá ég þá teig með kvæminu
Barkerville Road. „Barkerville Road“ er senni-
lega vegurinn, sem liggur út úr Fraser River-
dalnum við Quesnel (53° n.br.). Á Hallormsstað,
Hreðavatni og í Skorradal sá ég 1967 Skagway-
Teigur af ungri stafafuru á Hallormsstað. Hann er vax-
inn upp af fyrsta frœinu, sem féll af Smithers-furunni,
sem gróðursett var þar 1940. Mynd: Sig. Blöndal.
56
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989