Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Blaðsíða 80
(leikskóla), skóla, starfi og í elli hafa meira og
minna sterkar tilfinningar gagnvart skógunum.
- Skógarnir eru snar þáttur í hinni þýsku róm-
antík, og koma víða fyrir í bókmenntum.
Þannig segir Theodor Heuss: „Tré er einsat-
kvæðis orð, en að baki því felst heill heimur
ævintýra og undra." Og borgarbúinn Erich
Kástner metur skóginn mikils: „Götuplamp
afskræmir sálina. Pað er hægt að tala við tré
eins og bræður, hjá þeim skiptir maður um sál
sína“.
ORSAKIR SKÓGARDAUÐANS
Orsök skógardauðans er fyrst og fremst loft-
mengun. í útblæstri bifreiða, verksmiðja, orku-
vera o.s.frv. eru ýmis skaðlegefni svo sem þungir
málmar, lífræn klórsambönd, koltvísýringur
(C02), kolsýringur (CO) og svo þau sambönd
sem valda hinu „súra regni“; brennisteinssam-
bönd (S02) og köfnunarefnissambönd (NOx).
Þessi efnasambönd mynda með regnvatni brenni-
steinssýru sem hefur svokallað súlfat (S04) og
saltpéturssýru sem hefur nítrat (N03). Magn
köfnunarefnis, sem kemur á þennan hátt er að
meðaltali 5-30 kg/ha á ári, en allt að 100 kg/ha
nálægt iðnaðarhverfum. Til samanburðar, þá
bera íslenskir bændur 80-120 kg köfnunarefnis á
hektara ræktaðs lands á ári. Magn brennisteins
má sjá í töflu 2.
Tafla 2.
Magn brennisteins (S) sem kemur með
loftmengun í Þýskalandi
Mest um 150 kg/ha á ári
Minnst 10 -
Meðaltal 80 -
Skógur í Solling Skógarrjóður 25 _
Birkiskógur 50 -
Barrskógur 85 - - -
Hér sést að samanlagt er um geysilegt magn að
ræða, en athyglisvert er hversu miklu meira
kemur niður í skógunum í Solling en í rjóðrinu.
Þetta sýnir hversu vel skógarnir sía óþverrann úr
loftinu, - hreinsa það eins og áður sagði. Þetta
þola skógarnir illa til lengdar, sýrudropar á
blöðum og barrnálum orsaka sár, og önnur skað-
leg efni, sem berast með loftinu, komast í plönt-
una, og sjúkdómar eiga greiðan aðgang. Þetta
ástand er erfiðara fyrir barrtré, sem hafa marga
árganga af barrnálum en fyrir lauftré sem fella
laufið á hverju ári. Jafnerfitt er fyrir trén að ráða
við súrt regnvatnið sem seytlar niður stofnana og
skemmir börkinn.
Að lokum lendir sýran í jarðveginum, hann
súrnar og rótarkerfin skaddast. Sýring jarðvegs-
ins er af mörgum talin aðalástæða skógardauð-
ans.
Sjúkdómseinkenni eru mörg og nokkuð ólík
eftir trjátegundum, en almennt má segja að
krónur trjánna gisna, topparnir skemmast,
barrtré bera köngla óeðlilega oft til að reyna að
fjölga sér, skemmdir á berki aukast. Síðan fara
Lerkitré hálfdauð af loftmengun. Mynd: Porsteinn
Guðmundsson.
78
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989