Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Qupperneq 64
Beðinn: Breiðavík gengur
til vinstri á miðri mynd.
nokkurn tíma séð, hvert einasta tré er fullkomið að
formi. Það stendur vissulega þétt, sem kannski á ein-
lrvern þátt í því, að hvergi sést hlykkur á tré. í lerki-
teigunum eru nokkrar gullfallegar lindifurur, sem eru
þarna eins og heima hjá sér. Lerkiteigurinn er annað
hvort 50 eða 57 ára. Yfirhæðin er 22 m og meðalhæð
um 20 m. Fáir vita víst um þennan fagra lerkiteig.
BEÐINN (.Beiarn)
Petta nafn hefir sérstakan hljóm í eyrum eldri
kynslóðar íslenskra skógræktarmanna af ástæð-
um, sem vikið verður að síðar. I mínum eyrum
hefir það þennan hljóm vegna þess, að ég kom
þangað í skólaferðalag 1948, sem áðan var
minnst á. Við vorum í fylgd J.Ad. Helgesens
fylkisskógameistara í Bodö, sem er einn af minn-
isstæðustu persónum, sem ég kynntist á Noregs-
árunum.
Byggðarlagið. Fjörðurinn Beðinn er næstur
fyrir sunnan Sálpta, þröngur og hlykkjóttur,
umluktur háum og snarbröttum fjöllum. Þröngur
og nokkuð langur dalur gengur inn frá fjarðar-
botninum. Þar er ein afskekktust byggð í þessum
hluta Norður-Noregs. Samt er enn búið þar, og á
ytra borði sér ferðamaður ekki annað en líf
blómgist þar eins og það hefir gert um aldir. í
Svíþjóð hefði slíkur dalur fyrir löngu verið kom-
inn í eyði. Þarna var fyrrum glæsilegur furuskóg-
ur. í hinum mikla kvæðabálki „Norðurlandstró-
met“ eftir skáldklerkinn Petter Dass (1647-1708)
standa m.a. þessar vísur um Beðin (þýðing
Kristjáns Eldjárns):
I Beðjanum þrýtur ei beinvaxinn skóg
svo Búfinnar hafa þar meira en nóg
af efni í báta og bæi;
þeir viðina fella og fletta í borð
og fullbúnar jagtirnar hafa á sér orð
sem fríðustu fleytur á ægi.
Ef einhver það stórvirki færist í fang
að fara með sögunarmylnur í gang,
ég ætla það auðfenginn gróða
þeim stórlaxi sjálfum, en síður ég tel
að slíkt mundi koma þeim Búfinnum vel
sem bátana og jagtirnar bjóða.
Þessar línur vitna um þá miklu auðlegð, sem í
skóginum bjó. Nú er lítið eftir af þessum forna
furuskógi, en björk, ösp og selja eru drottnandi
trjátegundir. Rauðgreni hefir ekki borist af
sjálfsdáðum í þetta byggðarlag. Það hafði enn
ekki komist yfir Sálptafjallið. í þessum hluta
Noregs eru bergtegundir allvíða, sem kallaðar
eru kambró-silúr, og gefa ákaflega frjósaman
jarðveg. í þessum jarðvegi vaxa grenitegundir og
lauftré sérlega vel, eins og síðar verður vikið að.
62
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS fSLANDS 1989