Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Qupperneq 7

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Qupperneq 7
HULDA VALTÝSDÓTTIR „Ókeypis trjáplöntur handa þjóðinniu ætti að vera leiðarljós Alþingis VIÐTAL VIÐ SIGURÐ BLÖNDAL Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktar- stjóri, var beðinn að svara spurningunni um það hvað væri honum minnisstæðast úr skógræktar- stjórastarfinu og hvar væri helst að sjá breytingar á áhersluatriðum frá fyrri tíð, „Ég nefni fyrst gerbreytta afstöðu almennings til skógræktar víðast hvar á landinu. Höfuðá- stæðan fyrir því er að sjálfsögðu sú að menn eru nú farnir að sjá árangur af skógræktarstarfinu frá 1950-1980. Menn sjá með eigin augum að skóg- rækt var ekki bara „grín“ heldur alvöru-valkostur í ræktun landsins. Það skiptir mestu máli. Breyttir búskaparhættir skipta líka miklu máli. Eftir árin 1980-85 og síðar fer að losna land til skógræktar. Áður var hvergi hægt aðfáskika. Nú standa bændur beinlínis í biðröðum eftir að fá hlutdeild í skógrækt. Það dapurlega í því máli er hins vegar að samfara þessum aukna áhuga og skilningi á mikilvægi skógræktar og gildi hennar hafa fjárveitingar hins opinbera nánast staðið í stað. Þó fékkst ofurlítil aukning til nytjaskóga og aspartilraunaverkefnisins á Suðurlandi. Við höfum verið að reyna að skilgreina betur markmið skógræktarinnar, t.d. verndarskóg, sem er skylt hugtak landgræðsluskógi, þ.e. skógur sem verndar jarðveg, vinnur aftur tapað land. Hins vegar eru svo nytjaskógur og útivistar- skógur. Nytjaskóginn má rækta á takmörkuðum svæðum, þar sem vaxtarskilyrði eru best, en úti- vistarskóginn nánast hvar sem er í byggð, en þá eru litlar kröfur gerðar til vaxtarhraða og vaxtar- lags en skógurinn hafður eins fjölbreytilegur og hægt er. Nytjaskógur hefur aftur þrengri mörk. Ég tel það þýðingarmikið skref þegar gefið var út kort af landinu þar sem því er skipt í svæði eftir möguleikum til ræktunar erlendra tegunda. Kortið var prentað árið 1986 í skýrslu um land- nýtingu, sem gefin var út á vegum landbúnaðar- ráðuneytisins. Þetta var að vísu fyrsta tilraun til þessarar skiptingar og verður að sjálfsögðu endurskoðað með aukinni þekkingu og reynslu. Við þurfum að leita betur að nýjum tegundum og nýjum kvæmum, en þeirri leit lýkur nánast aldrei, einkanlega kvæmaleitinni. Við höfum nú þegar nokkuð skýra mynd af því hvaðan við viljum fá lerki og allskýra mynd af sitkagreninu sömuleiðis. Stafafuran er þó enn nokkuð óráðin, því hún hefur svo mikið vist- fræðilegt þolsvið, en heppni virðist hafa fylgt okkur með aðalkvæmið. Og við eigum alveg eftir að fara út í kynbætur svo orð sé á gerandi, en að því verður hugað betur á komandi árum. í minni tíð hafa líka orðið gífurlegar breytingar á plöntuuppeldi. Við höfunr fetað í fótspor ná- granna okkar að því er varðar fjölpottaræktun. Hún er fyrst og fremst ódýrari og gefur því mögu- leika á aukningu. Nú hefur t.d. orðið mikið stökk frá því að árleg framleiðsla var 1-2 milljónir og hafði hangið í því lengi. Framleiðslan er nú komin upp í 3-4 milljónir og það er ekki langt í það miðað við boðaða aukningu að talan komist upp í 5 milljónir árlega. Það er mér mikið gleðiefni að ungt fólk leitar aftur í skógræktarnám en á því hafði verið nokk- urt hlé. Ég vona að sú sókn haldi áfram enda er ungt fólk farið að trúa á skógrækt sem atvinnu- grein. Nú hefur verið tekin upp reglubundin ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.