Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Síða 7
HULDA VALTÝSDÓTTIR
„Ókeypis trjáplöntur
handa þjóðinniu
ætti að vera leiðarljós Alþingis
VIÐTAL VIÐ SIGURÐ BLÖNDAL
Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktar-
stjóri, var beðinn að svara spurningunni um það
hvað væri honum minnisstæðast úr skógræktar-
stjórastarfinu og hvar væri helst að sjá breytingar
á áhersluatriðum frá fyrri tíð,
„Ég nefni fyrst gerbreytta afstöðu almennings
til skógræktar víðast hvar á landinu. Höfuðá-
stæðan fyrir því er að sjálfsögðu sú að menn eru
nú farnir að sjá árangur af skógræktarstarfinu frá
1950-1980. Menn sjá með eigin augum að skóg-
rækt var ekki bara „grín“ heldur alvöru-valkostur
í ræktun landsins. Það skiptir mestu máli.
Breyttir búskaparhættir skipta líka miklu máli.
Eftir árin 1980-85 og síðar fer að losna land til
skógræktar. Áður var hvergi hægt aðfáskika. Nú
standa bændur beinlínis í biðröðum eftir að fá
hlutdeild í skógrækt. Það dapurlega í því máli er
hins vegar að samfara þessum aukna áhuga og
skilningi á mikilvægi skógræktar og gildi hennar
hafa fjárveitingar hins opinbera nánast staðið í
stað. Þó fékkst ofurlítil aukning til nytjaskóga og
aspartilraunaverkefnisins á Suðurlandi.
Við höfum verið að reyna að skilgreina betur
markmið skógræktarinnar, t.d. verndarskóg,
sem er skylt hugtak landgræðsluskógi, þ.e.
skógur sem verndar jarðveg, vinnur aftur tapað
land. Hins vegar eru svo nytjaskógur og útivistar-
skógur. Nytjaskóginn má rækta á takmörkuðum
svæðum, þar sem vaxtarskilyrði eru best, en úti-
vistarskóginn nánast hvar sem er í byggð, en þá
eru litlar kröfur gerðar til vaxtarhraða og vaxtar-
lags en skógurinn hafður eins fjölbreytilegur og
hægt er. Nytjaskógur hefur aftur þrengri mörk.
Ég tel það þýðingarmikið skref þegar gefið var
út kort af landinu þar sem því er skipt í svæði eftir
möguleikum til ræktunar erlendra tegunda.
Kortið var prentað árið 1986 í skýrslu um land-
nýtingu, sem gefin var út á vegum landbúnaðar-
ráðuneytisins. Þetta var að vísu fyrsta tilraun til
þessarar skiptingar og verður að sjálfsögðu
endurskoðað með aukinni þekkingu og reynslu.
Við þurfum að leita betur að nýjum tegundum
og nýjum kvæmum, en þeirri leit lýkur nánast
aldrei, einkanlega kvæmaleitinni.
Við höfum nú þegar nokkuð skýra mynd af því
hvaðan við viljum fá lerki og allskýra mynd af
sitkagreninu sömuleiðis. Stafafuran er þó enn
nokkuð óráðin, því hún hefur svo mikið vist-
fræðilegt þolsvið, en heppni virðist hafa fylgt
okkur með aðalkvæmið. Og við eigum alveg eftir
að fara út í kynbætur svo orð sé á gerandi, en að
því verður hugað betur á komandi árum.
í minni tíð hafa líka orðið gífurlegar breytingar
á plöntuuppeldi. Við höfunr fetað í fótspor ná-
granna okkar að því er varðar fjölpottaræktun.
Hún er fyrst og fremst ódýrari og gefur því mögu-
leika á aukningu. Nú hefur t.d. orðið mikið stökk
frá því að árleg framleiðsla var 1-2 milljónir og
hafði hangið í því lengi. Framleiðslan er nú
komin upp í 3-4 milljónir og það er ekki langt í
það miðað við boðaða aukningu að talan komist
upp í 5 milljónir árlega.
Það er mér mikið gleðiefni að ungt fólk leitar
aftur í skógræktarnám en á því hafði verið nokk-
urt hlé. Ég vona að sú sókn haldi áfram enda er
ungt fólk farið að trúa á skógrækt sem atvinnu-
grein. Nú hefur verið tekin upp reglubundin
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
5