Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Síða 11
SIGURÐUR H. MAGNUSSON
BORGÞÓR MAGNÚSSON
Birkisáningar til
landgræðslu
og skógræktar
INNGANGUR
Fáar tegundir íslensku flórunnar skipa jafn
háan sess í hugum almennings sem birkið. Eitt
innlendra trjáa býr það yfir eiginleikum til
skógarmyndunar og er því einkennistegund nátt-
úrulegra skóga hér á landi. Við síðustu ísaldarlok
tók birki að breiðast út um láglendi landsins og
gegndi án efa mikilvægu hiutverki við sjálfgræðslu
þess, jarðvegsmyndun og uppbyggingu samfélaga
plantna og dýra. Rannsóknir benda til að út-
breiðsla birkiskóga hér á landi hafi verið nokkuð
breytileg á nútíma og tengd loftslagsbreytingum
allt fram að landnámi er viðarhögg, bruni og bú-
fjárbeit tóku að ráða meira um viðhald og endur-
nýjun birkisins en ríkjandi loftslagsskilyrði.
Mörgum munu kunnug örlög íslenskra birkiskóga
á sögulegum tíma og verður ekki reynt að rekja
þau hér. Ljóst er að útbreiðsla birkis í landinu nú
er aðeins svipur hjá sjón fyrri tíðar og í litlu sam-
ræmi við veðurfar.
Eitt af þýðingarmeiri verkefnum gróðurvernd-
ar hér á landi hlýtur að vera að vernda og við-
halda í sem náttúrulegastri mynd þeim birki-
skógaleifum sem enn finnast og stuðla að aukinni
útbreiðslu birkisins út frá gömlu skógarkjörn-
unum og á skóglausum svæðum. Til að ná því
marki er m.a. nauðsynlegt að draga saman eldri
reynslu og þekkingu á endurnýjunarferli birkis-
ins og fylla í eyðurnar með rannsóknum. A und-
anförnum árum hafa verið hafnar margvíslegar
rannsóknir á íslenska birkinu, sem koma m.a. inn
á erfðafræði þess, endurnýjun og landnám, og
ástand og eðli skóganna (Andrés Arnalds 1989).
Ætla má að sá þekkingargrunnur sem verið er að
byggja eigi eftir að skila sér í árangursríku gróð-
urverndarstarfi í framtíðinni. Sáning birkis er
álitleg leið í landgræðslu og skógrækt. Birkið er
innlend tegund, sem er aðlöguð j arðvegi og lofts-
lagi hér á landi. Það er landnámsplanta, sem á
gróðurlitlu og rýru landi getur breiðst út með sjálf-
sáningu og myndað með tíð og tíma nokkuð stöð-
ugt og fjölbreytt samfélag, þ.e. birkiskóginn.
Fræöflun af birkinu er auðveld, sáning er einföld
og kostnaður mjög lítill. Almenningur getur tek-
ið virkan þátt í starfinu og tileinkað sér það.
Söfnun birkifræs að haustinu ætti að verða fastur
liður í starfi grunnskóla þar sem sameina mætti
landgræðslustarf og umhverfisfræðslu.
Árið 1987 hófust á Rannsóknastofnun land-
búnaðarins rannsóknir sem miða að því að afla
þekkingar á endurnýjun birkis af fræi (Sigurður
H. Magnússon 1989, Sigurður H. Magnússon og
Borgþór Magnússon 1989). Rannsóknirnar eru
unnar í náinni samvinnu við Landgræðslu ríkisins
sem hyggur á notkun birkisáninga í uppgræðslu-
starfi. Birkisáningar í skógrækt og landgræðslu
eru ekki nýjar af nálinni hér á landi, en þær má
rekja aftur til starfa Kofoed-Hansens skógrækt-
arstjóra á þriðja áratug aldarinnar. Sáningar hans
og annarra báru víða ágætan árangur. Skógar-
lundir þeir sem upp af þeim uxu eru lifandi dæmi
um árangursríkt starf og jafnframt mikilvægir
vegvísar í því gróðurverndarstarfi sem fram-
undan er.
í grein þessari verður fjallað um gamlar birki-
sáningar, gerð stuttlega grein fyrir rannsóknum á
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
9