Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 23

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 23
dals, sem á sínum tíma Iá utan frá sjó og inn í efstu drög Bleiksmýrardals, uns Fnjóská braut sér leið vestur um Dalsmynni. Ef litið er á þessar nýnefndu heiðar, er þeim öllum sameiginlegt, að þær liggja hærra en dalir þeir, er þær tengja saman, og víða allháar brekk- ur upp á þær. Mjög eru þær misjafnlega grónar, hinar lægstu eru algrónar að kalla, en aðrar grýttar og gróðursnauðar. Víðáttumiklar mýrar- flesjur eru á Flateyjardalsheiði og Bakkaselsflói á Öxnadalsheiði. Hvorugur hinna fjölförnu fjallvega milli Suður- láglendisins og Faxaflóa, Hellisheiði og Mosfells- heiði, er dalur. Hellisheiðin mosavaxin hraun- breiða og Mosfellsheiðin raunar einnig að nokkru. Gæti gróðurfar þeirra því flokkast undir hina skandínavísku mosaheiði. Heiðalöndin miklu milli Borgarfjarðar og Húna- þings, geta vel flokkast undir hið norðurevrópska hugtak heiði, þ.e. skóglaust ófrjótt gróðurlendi, enda þótt hér skorti mjög á lyngbreiðurnar. Pær eru einnig miklu votlendari en bæði evrópsku og skandínavísku heiðarnar. Smárunnar, lyngteg- undir og víðir eru algeng hér, og grýttar mosa- þembur setja víða svip á landið. Heiðaflæmin á Norðurlandi austan Bárðardals og á Austurlandi allt suður á Fljótsdalsheiði eru með líkum svip bæði að landslagi og gróðri og húnvetnsku heiðarnar. Þó er runnaheiðin þar miklu samfelldari en syðra og grámosaheiðin naumast til. Bletti með drottnandi fléttum er víðsvegar að finna bæði nyrðra og syðra. Upp- blástur er víða í heiðalöndunum þingeysku. Margar þessara heiða eru grasgefnar, og voru sumar byggðar um skeið, svo sem Jökuldalsheið- in. Ég hygg að það séu þessi heiðalönd, sem skapað hafa heiðarmyndina í huga Islendinga, þ.e. meira eða minna grónar en fremur lágar há- sléttur með Iágum ásum og hæðum, oft grýttum, en mýraflákar með vötnum og tjörnum í dældum. Eina láglendisheiðin, sem ég minnist, er Sléttu- heiðin á Melrakkasléttu, sem nær út undir sjó, en fer jafnt hækkandi án greinilegra marka í lands- lagi upp í hálendisheiðarnar. A Austurlandi eru margir fjallvegir milli byggða, sem bera heiðarnöfn. Enginn þeirra mun geta kallast dalur nema Lónsheiði milli Suður- Múla- Á Arnarvatnsheidi. Steindór Steindórsson er á aftasta hestinum. Mynd: Einar Gíslason, 1964. og Austur-Skaftafellssýslna. Leiðirnar liggja annars yfirfjallgarða, t.d. Hellisheiði ogFjarðar- heiði, en líklega einnig um dali í fjallgarðinum. Þverdalir og djúp skörð líkt og í Tröllaskaga eru þar óvíða og halda þá sínu landslagsheiti eins og Fagridalur og Almannaskarð. Á Vestfjörðum er fjöldi „heiða“. Ef til vill eru heiðanöfnin hvergi algengari á landinu en þar. Sumar heiðarnar eru að landslagi og gróðursvip líkar heiðunum á miðhálendinu, t.d. Þorskafjarð- arheiði. En langflestar þeirra cru leiðir milli byggða, sumar fjölfarnar. Engin þeirra getur kallast dalur, en stundum grunnar dældir að baki strandfjalla svo sem Þingmannaheiði, Sandsheiði milli Barðastrandar og Rauðasands, og Látra- heiði að baki Látrabjargs frá Látrum austur á Rauðasand. Allar eru heiðar þessar grýttar og gróðurlitlar, svo sem aðrar Vestfjarðaheiðar, en þó eru þar víða allmiklar mosaþembur t.d. á Látraheiði. Hér má geta þriggja heiða, sem liggja allar á leiðinni frá Snæfjallaströnd við Isafjarðardjúp norður í Furufjörð á Hornströndum. Syðst er Snæfjallaheiði, ysti hluti fjallgarðsins milli Snæ- fjallastrandar og Grunnavíkur. Hlíðar eru all- brattar báðum megin, víðast grónar, en háfjallið tiltölulega flatt og gróðurlitlir melar. Heiðin er greiðfær á sumrum bæði fyrir menn og hesta. Næst er Staðarheiði frá Grunnavík yfir á Höfða- strönd. Hún er lágur háls, 389 fet, gróinn að mestu, og getur naumast kallast fjallvegur. Nyrst er svo Skorarheiði, djúpt skarð úr botni Hrafns- ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.