Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 24

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 24
fjarðar yfir í Furufjörð. Skyldi skarðið ekki upp- haflega hafa heitið Skor, en hlotið heiðarnafnið er þar varð alfaravegur, e.t.v. vegna áhrifa frá heitum annarra heiðavega? Eins og fyrr er getið merkir orðið heiði tiltekið gróðurlendi í máli allra nágrannaþjóða vorra í Evrópu. Suður um Evrópu er heiðin alls staðar skóglaust land. Þegar til Skandínavíu kemur, er heiðin ekki einskorðuð við lyngið heldur er hún hverskonar skóglaust land, einkum til fjalla, annað en urðir og melar. Og það hefir verið sú heiði sem forfeður vorir þekktu, er þeir komu til landsins. Heiðin var gróðurlendi, ekki landslags- form. Svo oft hefir verið vitnað til þeirra orða Ara fróða, að ísland væri „viði vaxið milli fjalls og fjöru“ að nærri lætur að þau séu orðin útþvæld. Enda þótt ég væri mörgum trúaðri á sannleiks- gildi þeirra orða, bar ég samt nokkrar efasemdir í brjósti, er ég hóf að rannsaka gróður landsins fyrir 60 árum. Eftir því sem þekking mín á gróðri landsins jókst, styrktist trú mín á ummæli Ara. Örnefni, er bentu á skóga, voru hvarvetna um land og ritaðar heimildir, allt frá fornritum, forn- bréfasafn, j arðabækur, sagnir og aðrar heimildir, er trúverðugar máttu teljast, sögðu sömu sögu. Könnun á gróðrarsögu landsins eftir ísöld benti til, að birkið væri ein þeirra tegunda, sem tórt hefði síðasta ísaldarskeiðið a.m.k. Frjógrein- ingar styðja þá tilgátu. Fundarstaðir birkis á ystu útskögum og býsna hátt til fjalla eru ótvíræð sönnunargögn í þessu efni. Vér hljótum að taka orð Ara trúanleg í bókstaflegri merkingu, þ.e. að landið væri við landnám alvaxið skógi allt frá sjó og hátt til hlíða, en misjafnlega þó eftir staðhátt- um. Vitanlega hafa þó mýrarflákar, t.d. flæði- mýrar við árósa, og eyrar og flóðasvæði vatnsfalla verið skóglaus. Það hæfði ekki hinni orðfáu frá- sögn Ara að tíunda slíkt. Hann lýsir því, er blasti við sjónum manna, er þeir sigldu að landi og stigu fótum sínum á fasta jörð. Hvarvetna varð skóg- urinn fyrir þeim. Heiði sáu þeir ekki fyrr en þeir komu til fjalla. Segir ekki frásögn Eglu oss um landnám Skalla- gríms hvernig forfeður vorir komust fyrst í kynni við heiðarnar íslensku? Par segir, að er fé Skalla- gríms fjölgaði „þá gekk féið upp til fjalla og allt á Af Leirdalsheiði. Mynd: Einar Gíslason, 1976. sumrin. Hann fann mikinn mun á, að það fé varð betra og feitara, er á heiðum gekk“. Skallagrímur tók síðan að nýta sér heiðalöndin og „lét gera bæ uppi við fjallið og lét þar varðveita sauðfé sitt“. Þetta hefir vafalaust verið búskaparlag margra. Þeir gerðu sauðfjárbú ofan við skógarmörkin. Heiðagróðurinn finna þeir ekki fyrr en upp til fjalla, og nafn gróðurlendisins flyst yfir á hið lága, flata fjalllendi, og heiði festist í málinu sem til- tekin landsmynd. Nokkrir bæir á landinu heita Heiði. Skylduþað ekki vera eftirstöðvar sauðfjárbýlanna fornu? Mig skortir kunnugleika á stöðu heiðarbæjanna til að fullyrða nokkuð um þetta, en varpa tilgát- unni fram til athugunar. En þá er að líta á hvernig heiðarnafnið festist við dali og fjallvegi. Hverfum þá aftur til heið- anna áTröllaskaga. Samgöngur hafaóefað hafist snemma milli hinna fjölbyggðu sveita báðum megin fjallgarðsins, og vitanlega voru auðförn- ustu leiðirnar valdar, en þær lágu um dalina, sem ganga þvert gegnum fjallgarðinn. Þá eins og nú hefir Öxnadalsheiði verið greíð- færasta leiðin. En hvernig mátti þessi langi og þröngi dalur hljóta nafnið heiði? Dalirnir báðum megin að heiðum hafa verið alvaxnir skógi. Enn heitir hlíðin vestast að heiðinni Skógarhlíð, og fundið hefi ég birkileifar í brekkunum fyrir sunnan og ofan Bakkasel. Þær eru að vísu óveru- legar, en sýna þó og sanna, að þar hefir birkiskóg- ur vaxið fyrrum. Það gilti einu hvort ferðamaður- inn kom að vestan eða norðan. Þegar komið var í tiltekna hæð, kom hann á skóglaust land vaxið 22 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.