Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 25
Beitartilraunahólf á Auðkúluheiði. Mynd: Kristjana
Guðmundsdóttir, 31-08-85.
heiðagróðri. Hann var kominn á heiði. Vegar-
kaflinn um skóglausa svæðið skar sig úr á allri
leiðinni, og leiðin og dalurinn hlutu nafnið
Öxnadalsheiði. Líkt var háttað um aðra fjallvegi
þar yfir fjallgarðinn, á þeim öllum hefir verið
skóglaust heiðarsvæði millí samfellds þéttvaxins
birkiskógar til beggja enda.
Ef til vill verður þessi mynd hvergi greinilegri
en í Fnjóskadal. Fara má nærri um enn í dag, að
Fnjóskadalurinn hefir verið alvaxinn skógi upp á
heiðarbrún og ekki leikur vafi á að eins var hlíðin
Eyjafjarðarmegin. En milli brúna var skóglaust
land að mestu vaxið lyngi, víði og öðrum smá-
runnum ef til vill með birkikræklum á víð og
dreif, dæmigert norrænt heiðarland. Snemma
varð fjölfarið yfir heiðina, ekki síst á þingstað
Vaðlaþings, sem var uppi á brekku nær fjarðar-
botninum, en þar fram undan voru vaðlarnir, sem
héraðið og síðan heiðin drógu nöfn af. En Vaðl-
arnir voru alfaraleið vestan yfir Eyjafjarðará,
voru Leiruvegur síns tíma. Héldu þeir nafni sínu
fram eftir öldum, enda þótt árframburðurinn
hefði myndað nýja vaðla, og á gömlu Vöðlunum
væru nú grasivaxnir hólmar milli kvísla, og
raunar alltaf vöð á þeim stöðum. Nöfnin Vaðla-
þing og Vaðlaheiði geta ef til vill verið vísbending
um hver áhrif nafn alfaraleiðanna gat haft á nöfn
umhverfisins.
Önnur heiði, sem tengist Fnjóskadal, er Flat-
eyjardalsheiði, sem raunar er beint framhald
hans til norðurs, og er hluti þess dals, er á liðnum
jarðöldum náði óslitinn til hafs út áður en
Fnjóská þess tíma braut sér farveg vestur um
Dalsmynni. Um Flateyjardalsheiði liggur leiðin
út á Flateyjardal, sem áður var byggður, eins og
einnig syðsti hluti heiðarinnar. Heiðin liggur það
hærra en Fnjóskadalurinn að þar hefir ekki verið
samfelldur skógur, heldur heiðarland, þegar land
byggðist. Einnig er hún opin fyrir nöprum haf-
vindunum og það tálmað skógarvexti. Eðlilegt
var því, að hún hlyti heiðarnafnið, því að skörp
hafa verið skilin í gróðurfari hennar og dalsins
skógi vaxna til suðurs.
Leiðin austur úr Fnjóskadal liggur um Ljósa-
vatnsskarð. Aldrei hefir það borið heiðarnafn,
enda áreiðanlega allt verið vaxið skógi, enda
liggur það litlu hærra en dalbotnarnir. (Gamla
Fnjóskárbrúin og Skjálfandafljótsbrúin hjá Goða-
fossi næstum alveg í sömu hæð yfir sjávarmáli.)
Þá skal stuttlega getið Sléttuheiðar á vestan-
verðri Melrakkasléttu. Hún er hvorki fjallvegur
né hálendi, heldur samfellt flatlendi utan frá sjó,
og fer hækkandi inn til landsins uns hún rennur
saman við hálendisheiðarnar án skýrra marka í
landslagi. Heiðin er öll að kalla vaxin móagróðri,
lyngi, fjalldrapa og öðrum smárunnum, er dæmi-
gerð heiði á skandínavíska vísu. Melrakkaslétta
og sennilega einnig Langanes eru einu verulegu
landsvæðin hér á landi, sem ekki voru vaxin skógi
frá fjöru til fjalls. Mun hið hráslagakennda ís-
hafsloft með súld og þoku valda skógleysinu, en
ennþá eru skógaleifar í Leirhafnarfjöllum, er
liggja vestan Sléttuheiðarinnar, og greinilegur
gróðurmunur vestan þeirra og austan. Vestan
fjallanna og í þeim er venjulegur lágsveitagróð-
ur, en öll Sléttan austan þeirra með svipmóti há-
lendisgróðursins og hreinar fjallaplöntur finnast
þar niður undir sjávarmál. Líkt er háttað með
Skagaheiði milli Skagafjarðar og Húnaflóa.
Ef til vill eru heiðanöfnin á þessurn útskögum
svo forn að í þeim geymist minningin um það, að
þeir voru skóglausir þegar land var numið, þótt
allt láglendi hið innra væri viði vaxið.
Ályktanir þess, sem hér er ritað eru þessar:
Landnámsmenn fluttu með sér orðið heiði, sem
merkti, eins og það gerir enn á Norðurlöndum,
skóglaust, ófrjótt land, vaxið lyngi og öðrum
smárunnum, eða mosa og fléttum. Hér á landi
hittist þá slíkur gróður ekki á láglendi, heldur var
allt þurrlendi að kalla vaxið þéttum birkiskógi.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
23