Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 37

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 37
jafnaði langtum minni en fyrir innan jaðarinn. Par að auki eru trén kræklóttari vegna vindálags og snjóbrota. - Að ræktunarsvæði séu frjósöm, þannig að vöxtur og þá afrakstur verði sem mestur. - Að ræktunarsvæði séu auðveld aðkomu og yfirferðar, þannig að kostnaður við framkvæmdir verði sem minnstur. - Að ræktunarsvæði séu valin eftir veðurfars- Iegum skilyrðum; s.s. þarsem skjól ergott, liita- stig sumars hátt, hætta á næturfrostum lítil og fannfergi lítið. Öngulsstaðahreppur er allur innan þess svæðis í Eyjafirði sem talið er vænlegast til nytjaskóg- ræktar á íslandi (Haukur Ragnarsson 1986). Hvað varðar veðurfar er hægt að slá föstu að rækta megi nytjaskóg á undirlendi í öllum hreppnum. Efri mörk nytjaskógasvæðis eru hér sett við 200 m h.y.s. Ekki er ráðlegt í fyrstu atrennu að mæla með nytjaskógrækt fyrir ofan 200 m hæðar- línu í þessum hluta Eyjafjarðar. Almennt versnar veðurfar með aukinni hæð yfir sjó. Til dæmis lækkar meðalhiti júlímánaðar um 0,6° C/ 100 m hækkun (Markús Á. Einarsson 1976). Aðrar kröfur sem gerðar eru til landgæða: - Gróðurþekja verður að vera meiri en %, þ.e. að aðeins eru tekin svæði sem eru full- eða vel gróin. Annað land er talið of rýrt til nytja- skógræktar. - Til þess að takmarka jaðaráhrif verður breidd skógræktarsvæðis að vera a.m.k. 150 m og stærð sjálfstæðrar einingar að vera minnst 15 ha. Að lokum eru gerðar þær kröfur að lágmarks- stærð nytjaskógasvæðis innan hverrar jarðar sé minnst 5 ha. Minni rekstrareiningar verða óhag- kvæmar. Lítið land fellur frá vegna þessa, um 8 ha. Tún og annað ræktað land fellur að sjálfsögðu ekki undir nytjaskógasvæði. I skipulaginu er aðeins tekið með óræktað land ofan þjóðvegar. Neðan þjóðvegar er hentugt land nær allt ræktað. Pó getur verið að þar fyrir- finnist minni svæði sem hentug eru til nytjaskóg- ræktar, þá helst á milli Brúna og Borgarhóls. Vegna rýmis í þessu riti er ógerningur að prenta kortin, sem teiknuð hafa verið af svæðinu, sem skipulagið nær yfir. Þau eru í mælikvarða 1:10.000. Þar eru sýnd (1) Iandamörk jarða, (2) möguleg skógræktarsvæði með gróðurhverfum og (3) núverandi skógræktargirðingar, sem ýmist eru fullplantaðar eða að hluta. FLATARMÁL OG GRÓÐURFAR Heildarflatarmál úthaga ofan þjóðvegar og fyrir neðan 200 m hæðarlínu er um 2100 ha. Land þetta skiptist á milli flestra þeirra jarða sem eiga land ofan þjóðvegar, en þær eru 60 talsins. Nokkrar jarðir eiga aðeins ræktað land ofan þjóðvegar og eru því ekki teknar með í skipulag- ið. Þegar búið er að draga frá það land sem ekki stenst þær kröfur sem gerðar eru til nytjaskóg- ræktar og áður hefur verið lýst, eru eftir um 1590 ha, eða um 76% af öllum úthaga. Er þá búið að draga frá þau svæði sem þegar eru gróðursett. Yfirlitskort sýna, að mögulegt er að rækta nokkuð samfelldan nytjaskóg í Öngulsstaða- hreppi. Ef ræktaður er skógur á öllu svæðinu verða jaðaráhrif mjög lítil og kostnaður við friðun í lágmarki. Lengd skógarjaðars er 85 km og ef gert er ráð fy ri r að meðalbreidd j aðars sé 20 m, verður jaðarskógur 170 ha, sem er 11% af heildarflatarmáli. Tafla 1 sýnir skiptingu lands milli jarða. Alls eru jarðirnar 46 eða 48300 ha (19%) er óskiptur úthagi nokkurra jarða (sjá skýringar neðst í töflu 1). Áður en til skógræktar getur komið á þessu landi verða eigendur að koma sér saman um eign- arhlut í landinu, eða skipta landinu á milli sín. Tafla 2 sýnir flokkun jarða eftir landstærðum. Að vísu gefa tölurnar í töflunni ekki alveg rétta Tafla 2. Flokkun jarða eftir landstærðum, af skiptu landi Landstærð Fjöldi jarða > 200 ha 1 100-199ha 1 50-99 ha 2 25-49 ha 14 10-24ha 13 5-9 ha 11 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.