Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Side 38
mynd vegna þess að óskiptur úthagi er ekki tek-
inn með. Eftir skiptingu mundu nokkrar jarðir í
þremur neðstu flokkunum færast upp um einn
flokk. Meðalstærð skógræktarlands á hverri jörð
er 31-34 ha.
Tafla 1 sýnir einnig skiptingu lands í þrjá gróð-
urfarsflokka. Þeireru:
1. Mýrlendi: Það er allt deiglendi; flóar, mýrar
og jaðarlendi. Þetta land á það sameiginlegt að
ofgnótt er af jarðraka. I flestum tilvikum þarf að
ræsa landið fram til að lækka grunnvatnshæð og/
eða plægja landið með sérstökum plógum
(skurðplógi, kílplógi eða lokræsaplógi).
Nærri undantekningalaust er hægt að rækta
nytjaskóg með góðum árangri á framræstu mýr-
lendi. Reikna verður með áburðargjöf, sérstak-
lega fósfór- og kalígjöf.
Hugsanlegar trjátegundir: Alaskaösp, hvít-
greni, blágreni. Þar sem frosthætta er: Stafafura.
Búast má við góðum viðarvexti en nýting lands
verður aldrei 100% því að minni mýrar borgar sig
ekki að framræsa og alltaf verða eftir bleytur sem
ekki tekst að þurrka.
2. Frjósamt þurrlendi: Hér flokkast þurrt land
sem er fullgróið og þar sem gróðurfar gefur til
kynna frjósemi. Jarðvegur er dýpri en 25 cm. í
Öngulsstaðahreppi er þetta land nærri undan-
tekningalaust graslendi, annaðhvort vel fram-
ræstar mýrar eða land sem er þurrt af náttúrunnar
hendi.
Búast má við góðum vexti nema þar sem skjól
er í minna lagi. Mæla verður með áburðargjöf
nema á lerki, a.m.k. í fyrstu. Vegna samkeppni
frá öðrum gróðri verður að gera ráð fyrir ein-
hverskonar undirbúningi lands fyrir gróðursetn-
ingu, s.s. illgresiseyðingu með lyfjum, eða jarð-
vinnslu. Annar kostur er að nota stærri plöntur í
þetta land.
Hugsanlegar trjátegundir: Rússalerki, stafa-
fura (hvítgreni og alaskaösp í sérlega frjósamt
land).
3. Rýrara þurrlendi: Hér flokkast allt annað
þurrlendi. í Öngulsstaðahreppi eru þetta aðal-
lega þursaskeggsmóar og lyngmóar. Oftast er
jarðvegur þykkur en þurr.
Á þessu landi verður vöxtur minni en í gróður-
farsflokki 1 og 2. Skjól í þessum flokki er yfirleitt
minna þar sem í honum kemur frekar fyrir land á
hæðum en í lægðum.
Hugsanlegar trjátegundir: Rússalerki á auð-
velt með að komast á legg á slíku landi, en búast
má við að stafafura vaxi mun betur en lerkið
þegar fram í sækir. Blanda af rússalerki og stafa-
furu er líklega vænlegasti kosturinn. Samkeppni
frá öðrum gróðri er lítil. Áburðargjöf á stafafuru
getur komið til greina en varast skal of stóra
skammta vegna hættu á ofþornun.
Mynd 1 sýnir hvernig landið skiptist á milli
gróðurfarsflokkanna. Það er eftirtektarvert hve
mikið er af frjóu þurrlendi og mýrlendi, samtals
um 67%. Þetta gefur fyrirheit um að viðarvöxtur
geti að meðaltali orðið nokkuð góður. Skipting í
gróðurfarsflokka er þó mjög mismunandi á milli
jarða, eins og sjá má í töflu 1.
HLUTFALL GRÓÐURFARSFLOKKA
Á MÖGULEGU NYTJASKÓGASVÆÐI
DRÖG AÐ KOSTNAÐARÁÆTLUN
I þessum kafla er birt dæmi um útreikning á
stofnkostnaði við ræktun nytjaskógar í Önguls-
staðahreppi. Stofnkostnaður er skilgreindur sem
eftirtaldir þættir skógræktar:
A. Friðun lands fyrir búfé: girðingar.
36
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990