Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 38

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 38
mynd vegna þess að óskiptur úthagi er ekki tek- inn með. Eftir skiptingu mundu nokkrar jarðir í þremur neðstu flokkunum færast upp um einn flokk. Meðalstærð skógræktarlands á hverri jörð er 31-34 ha. Tafla 1 sýnir einnig skiptingu lands í þrjá gróð- urfarsflokka. Þeireru: 1. Mýrlendi: Það er allt deiglendi; flóar, mýrar og jaðarlendi. Þetta land á það sameiginlegt að ofgnótt er af jarðraka. I flestum tilvikum þarf að ræsa landið fram til að lækka grunnvatnshæð og/ eða plægja landið með sérstökum plógum (skurðplógi, kílplógi eða lokræsaplógi). Nærri undantekningalaust er hægt að rækta nytjaskóg með góðum árangri á framræstu mýr- lendi. Reikna verður með áburðargjöf, sérstak- lega fósfór- og kalígjöf. Hugsanlegar trjátegundir: Alaskaösp, hvít- greni, blágreni. Þar sem frosthætta er: Stafafura. Búast má við góðum viðarvexti en nýting lands verður aldrei 100% því að minni mýrar borgar sig ekki að framræsa og alltaf verða eftir bleytur sem ekki tekst að þurrka. 2. Frjósamt þurrlendi: Hér flokkast þurrt land sem er fullgróið og þar sem gróðurfar gefur til kynna frjósemi. Jarðvegur er dýpri en 25 cm. í Öngulsstaðahreppi er þetta land nærri undan- tekningalaust graslendi, annaðhvort vel fram- ræstar mýrar eða land sem er þurrt af náttúrunnar hendi. Búast má við góðum vexti nema þar sem skjól er í minna lagi. Mæla verður með áburðargjöf nema á lerki, a.m.k. í fyrstu. Vegna samkeppni frá öðrum gróðri verður að gera ráð fyrir ein- hverskonar undirbúningi lands fyrir gróðursetn- ingu, s.s. illgresiseyðingu með lyfjum, eða jarð- vinnslu. Annar kostur er að nota stærri plöntur í þetta land. Hugsanlegar trjátegundir: Rússalerki, stafa- fura (hvítgreni og alaskaösp í sérlega frjósamt land). 3. Rýrara þurrlendi: Hér flokkast allt annað þurrlendi. í Öngulsstaðahreppi eru þetta aðal- lega þursaskeggsmóar og lyngmóar. Oftast er jarðvegur þykkur en þurr. Á þessu landi verður vöxtur minni en í gróður- farsflokki 1 og 2. Skjól í þessum flokki er yfirleitt minna þar sem í honum kemur frekar fyrir land á hæðum en í lægðum. Hugsanlegar trjátegundir: Rússalerki á auð- velt með að komast á legg á slíku landi, en búast má við að stafafura vaxi mun betur en lerkið þegar fram í sækir. Blanda af rússalerki og stafa- furu er líklega vænlegasti kosturinn. Samkeppni frá öðrum gróðri er lítil. Áburðargjöf á stafafuru getur komið til greina en varast skal of stóra skammta vegna hættu á ofþornun. Mynd 1 sýnir hvernig landið skiptist á milli gróðurfarsflokkanna. Það er eftirtektarvert hve mikið er af frjóu þurrlendi og mýrlendi, samtals um 67%. Þetta gefur fyrirheit um að viðarvöxtur geti að meðaltali orðið nokkuð góður. Skipting í gróðurfarsflokka er þó mjög mismunandi á milli jarða, eins og sjá má í töflu 1. HLUTFALL GRÓÐURFARSFLOKKA Á MÖGULEGU NYTJASKÓGASVÆÐI DRÖG AÐ KOSTNAÐARÁÆTLUN I þessum kafla er birt dæmi um útreikning á stofnkostnaði við ræktun nytjaskógar í Önguls- staðahreppi. Stofnkostnaður er skilgreindur sem eftirtaldir þættir skógræktar: A. Friðun lands fyrir búfé: girðingar. 36 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.