Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 39
B. Undirbúningur lands fyrir gróðursetningu:
framræsia mýra, plæging mýra, jarðvinnsla,
illgresiseyðing.
C. Vegagerð.
D. Nýgróðursetning. Plöntur, flutningur og
gróðursetning.
E. 1. áburðargjöf. Plöntur, ílutningur og dreif-
ing.
F. Endurgróðursetning. Plöntur, flutningur og
gróðursetning.
G. 2. áburðargjöf. Efni, flutningur og dreifing.
FORSENDUR ÚTREIKNINGA
Gengið er út frá að allt skógræktarsvæðið verði
tekið til ræktunar. Breytingar þar á hafa mikil
áhrif á kostnað við ræktun og vöxt trjánna. Ef
t.d. falla út margar jarðir verða jaðaráhrif mun
meiri og kostnaður við friðun verður hærri.
Valdir eru vissir kostir við framkvæmdir af
mörgum hugsanlegum. Áhersla er lögð á að hér
er ekki um endanlegt val að ræða og vel getur
verið að aðrir kostir séu hagkvæmari og betri en
þeir sem hér hafa verið valdir. Hér er sem sagt
aðeins um kostnaðardæmi að ræða. Ef skipulagið
fær góðan hljómgrunn meðal bænda og fjárveit-
ingarvalds verða allir kostir sem til greina koma
við ræktunina metnir við gerð skógræktaráætlun-
ar.
Kostnaðartölur miðast við verðlag sumarið
1989.
ÚTREIKNINGUR KOSTNAÐAR Á HA
A. Friðun iands fyrir búfé. Hér er gert ráð fyrir
að girða þurfi fjallgirðingu, þ. e. ofan við 200
m hæðarlínu og túngirðingu fyrir neðan skóg-
ræktarsvæðið. Hugsanlegt er að hægt sé að
nýta við friðunina girðingar sem þegar eru
fyrir hendi en ekki verður gert ráð fyrir því
hér. Mér hefur reiknast til að fjallgirðing
þurfi að vera 25,7 km en túngirðing 52,5 km
samtals 78,2 km. Miðað við að allt svæðið
verði tekið til ræktunar þarf að girða 49 m/ha.
Km af rafgirðingu kostar nú um 90000 kr.
Girðingakostnaður á hvern ha verður þá 4410
kr.
B. Undirbúningur lands fyrir gróðursetningu.
Reiknað er með framræslu og plægingu með
skurðplóg á mýrlendi. Skurðgröftur 100 m/ha
af 1,5 m djúpum skurðum. Reiknað er með
54% jarðræktarstyrk. Kostnaður; 27 kr/m
= > 2700 kr/ha. Skurðplæging; 1,38 kr/m. 2,2
m á milli skurða => 4550 m/ha = 6280 kr/ha.
Fyrir frjósamt þurrlendi verður hér valið að
nota stórar plöntur (2-3 ára plöntur úr 150
cm3 bökkum) en jarðvinnsiu og illgresiseyð-
ingu sleppt.
C. Vegagerð. Lagning á 20 m/ha af malbornum
stofnbrautum. Kostnaður250kr/m, =>5000
kr/ha.
D. Nýgróðursetning. Með nýgróðursetningu er
átt við útplöntun í skóglaust land. Valdareru
eftirtaldar plöntutegundir oog plöntugerðir:
í mýri: 100% alaskaösp 2000 plöntur/ha.
Rættir græðlingar í 150 cm3 fjölpottum.
Verð: 15 kr/stk => 30000 kr/ha.
í frjósamt þurrlendi: 100% rússalerki 2000
plöntur/ha. Stórar plöntur í 150 cm3 pottum.
Verð: 33 kr/stk => 66000 kr/ha.
í rýrara þurrlendi: 100% rússalerki 2000
plöntur/ha. Litlar plöntur í 90 cm3 pottum.
Verð: 20 kr/stk =>40000 kr/ha.
Flutningur plantna: 10 km (Kjarni - Lauga-
land). Verð: Stórar plöntur: 2,4 kr/100 km.
= >24 aurar/stk. = 480 kr/ha. Litlar plöntur:
l,7kr/100km. => 17aurar/stk. = 340kr/ha.
Gróðursetning: 5,8 kr/stk. => 11600 kr/ha.
E. 1. áburðargjöf. Áburðargjöf 1-2 ár eftir ný-
gróðursetningu, aðeins áösp. 30g/stk. => 60
kg á ha. Júlíverð á Græði 6 var 14500 kr/tonn.
= > 870 kr/ha. flutningur 10 km, 23 kr/km/
tonn = 14 kr/ha. Dreifing 75 aurar/stk =>
1500 kr/ha.
F. Endurgróðursetning. Endurplöntun þar sem
þegar er búið að gróðursetja. Tilgangurinn er
að bæta upp í skörð sem orðið hafa í ný-
gróðursetningu og/eða pianta verðmætari en
viðkvæmari tegund í skjóli nýgróðursetning-
ar. Valdar eru eftirtaldar plöntutegundir og
plöntugerðir:
í mýri: 100% greni 2000 plöntur/ha. Stórar
plöntur í 150 cm3 fjölpottum. Verð: 33 kr/stk
= > 66000 kr/ha.
í frjósamt þurrlendi: 100% stafafura 2000
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
37