Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 52
FRAMTÍÐ SKJÓLBELTARÆKTUNAR
í ÖNGULSSTAÐAHREPPI
Þcgar fjallað er um skjólbeltaræktun í heilu
héraði verður að athuga, að til að fá samhæft
skjól frá fleiri skjólbeltum þarf að leggja stórt
svæði undir ræktun þeirra.I5) í grein sem Ólafur
Njálsson skrifar í Ársrit Skógræktarfélags fslands
árið 1984, er fjallað um landslagsskjól: „Vind-
hraðinn eykst með aukinni hæð yfir jörðu, en
minnkar með auknum hrjúfleika hennar.“ „Pað
er velþekkt fyrirbæri, að vindhraðinn er meiri við
ströndina en inn til landsins, af því að ójöfnur
jarðyfirborðsins draga meira úr honum en haf-
flöturinn. Þegar stór svæði eru lögð undir skjól-
belti í meira og minna kerfisbundnum röðum,
myndast aukin skjóláhrif af landslaginu, sem
ekki er hægt að mæla beint á jörðu niðri á milli
skjólbeltanna."11*
Fram að þessu er ekki hægt að tala um sam-
fellda skjólbeltaræktun í hreppnum, heldur hafa
einstakir bændur sett upp dreifð belti, sem skýla
litlu svæði næst sér og samansöfnuð skjóláhrif eru
því engin.
Eftir að jarðræktarframlag til skjólbeltafram-
kvæmda er aukið árið 1985 eykst ræktunin veru-
lega. Árið 1985 er greiddur jarðræktarstyrkur
vegna3skjólbelta, alls 535 m, en 1988 ergreiddur
styrkur vegna 10 skjólbelta, alls 2.540 m, og á
þessum fjórum árum, 1985-88, er plantað 6,5-
7,0 km af skjólbeltum í öllum hreppnum, sem
verður að teljast allnokkuð.31 Hitt verður þó að
líta á, að samkvæmt áætlun Árna Steinars er gert
ráð fyrir um 70 km í meginskjólbeltum á Staðar-
byggð einni, þannig að enn er mikið ógert.
Ef reiknað er með, að árlega sé plantað 2,5 km
af skjólbeltum á Staðarbyggð, tekur 28 ár að
planta í öll meginskjólbelti. Eftir 28 ár, eða árið
2017, gætu því reisuleg skjólbelti sett svip sinn á
hreppinn og breytt landslagi og loftslagi. Svona
leikur með tölur getur þó varla talist marktækur,
enda eingöngu til gamans gerður og líklega
verður tíminn að leiða í ljós hvernig til tekst.
ÞAKKARORÐ
Ófáir aðilar hafa lagt hönd á plóginn við samn-
ingu þessarar ritgerðar. Sérstaklega vil ég þakka
Árna Steinari Jóhannssyni fyrir heimildaöflun og
hjálp við uppsetningu, Sólveigu Jóhannsdóttur
fyrir að koma kortum í aðgengilegt form, Elínu
Friðriksdóttur, Snorra Sigurðssyni og Birgi Þórð-
arsyni fyrir ómetanlegar upplýsingar um eldri
skjólbelti, og að lokum vil ég þakka Eiríki Bóas-
syni fyrir ómælda leiðbeiningu.
HEIMILDASKRÁ
1) Árni Steinar Jóhannsson, 1987. Skjólbelti -
Um rœktun skjólbelta, bændaskóga og
lunda. Gróður og garðar, Frjálst framtak,
Reykjavík, 5. árg. 1. tbl. bls. 27-33.
2) Birgir Þórðarson, 1989, Öngulsstöðum.
Munnleg heimild í september.
3) Búnaðarsamband Eyjafjarðar, 1985-1988.
Úttektarskýrslur ráðunauta vegna jarða-
bóta.
4) Eiríkur Bóasson, Rein, 1989. Munnleg
heimild í ágúst.
5) Elín Friðriksdóttir og Snorri Sigurðsson,
1989. Munnleg heimild (Elín studdist við
dagbók sína) í september.
7) Jón Sigurðsson, 1989. Ráðunautur hjá
B.S.E. Munnleg heimild í ágúst.
9) Leifur Guðmundsson, 1989, Klauf. Munnleg
heimild í september.
10) Magnús Kristinsson, 1989, Arnarhóli.
Munnleg heimild í september.
11) Ólafur Njálsson, 1984. Skjólbelti - Gerð
þeirra og skjóláhrif. Sérprentun úr Ársriti
Skógræktarfélags Islands 1984.
12) Óli Valur Hansson, 1983. Um skjólbelta-
ræktun. Handbók bænda 1983, Búnaðarfé-
lag fslands, Reykjavík 1982, 33. árg. bls.
129-148.
13) Skógræktarfélag Eyfirðinga 1986-1987.
Fundargerðabók framkvæmdanefndar, bls.
99-101.
14) Skógræktarfélag Öngulsstaðahrepps 1961-
1963. Starfsskýrslur.
15) Tryggvi Marinósson, 1989, Akureyri. Munn-
leg heimild í júlí.
50
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990