Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Síða 54

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Síða 54
JAN-ERIK LUNDMARK Skógrækt á íslandi er vandasamt verkefni UM HÖFUNDINN Hann er sænskur, fimmtíu og fjögurra ára gamall, Iengi dósent og síðast prófessor í skógjarðvegsfræði við skógræktardeild Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar í Uppsölum, en frá því í fyrra yfirvistfræðingur við sænsku ríkisskógana (Dománvárket). Á árunum 1986 og 1988 kom út eftir hann mikið rit í tveimur bindum, sem nefnist „Skogsmarkens ekologi“ og þýða má skóg- arjarðvegsvistfræði. Hún hefir vakið mikla athygli í heimalandi hans og einnig hérlendis og er nú grundvall- arrit í skógfræðikennslu í Svíþjóð. Ennfremur hefir hann ásamt Birni Hágglund skógræktarstjóra Svíþjóðar gefið út rit um skógarflóru Svíþjóðar og mat á skógi eftir vistfræðilegri flokkun. Hann kom til íslands 1985 í hópi starfsmanna ríkisskóganna í Norður-Svíþjóð. Sumarið 1989 kom hann hingað aftur og ferðaðist hringinn í kringum Island og skoðaði helstu skógræktarsvæðin og leiðbeindi mörgum íslenskum skógræktarmönnum. I nóvember 1989 birtist í DománPosten, mánaðar- blaði ríkisskóganna, grein sú, sem hér fer á eftir í þýð- ingu örlítið stytt. Þar lýsir hann áhrifum sfnum af íslandsferðinni 1989 og dregur nokkrar ályktanir. Að sjálfsögðu er þessi grein skrifuð fyrir sænska lesendur, en það er vissulega fróðlegt fyrir okkur að sjá. Sig. Blöndal FRAMANDI LAND ísland er sænskum skógræktarmanni nánast framandi. Að hluta til vegna þess, að landið er mjög ungt í jarðfræðilegum skilningi, ekki undir tíu hundraðshlutum flatarmáls er þakið hraunum og eldvirkni er enn mikil. Að hluta til vegna þess, að landið liggur langt útnorður í Atlantshafi og snertir heimskautsbaug nyrst. Ríkjandi hafvindar úr suðvestri valda hafrænu loftslagi. Meðalhiti janúarmánaðar er 0,5° C í Reykjavík, sem er svipað og í Kaupmannahöfn. Aftur á móti er meðalhiti júlímánaðar aðeins 11 stig, sem er lægra en í Kiruna (nyrst í Svíþjóð). VEÐURHARKA SKAPAR MIKINN VANDA Ýmis vandamál í nýskógrækt á íslandi eru áþekk þeim, sem Svíar eiga við að glíma hjá sér, önnur eru sérstök fyrir ísland. Petta síðara á við loftslag, jarðveg og sögulegar hefðir. Að því er loftslagið varðar þá er það fyrst og fremst hinn sterki vindur, sem ógnar lífi og þrifum plantnanna. Hinn raki, mildi og suðlægi hafvindur er venju- lega ekki svo skaðlegur, nema þegar rok eða ofsa- veður standa lengst. Auk skaða á trjám og plöntum, sem orsakast af lamstri getur slíkt veður borið með sér sj ávarseltu langt inn í landið. Stundum berst svo mikil sjávarselta á land, að á stórum, samfelldum svæðum verða flest tré fyrir brunaáverkum. Langverstur er samt hinn kaldi norðaustanvind- ur á sunnan- og vestanverðu landinu, sem kvelur mikið af plöntum til dauðs, þar sem skjóls nýtur ekki af landslagi. í þessu sambandi verður að taka fram, að hin milda vetrarveðrátta kemur í veg fyrir, að skýlandi snjólag þeki land, sem ann- ars væri gott til skógræktar. SKERMUR AF BIRKI ALGENGUR Hvernig snúast menn við þessu vandamáli, þegar rækta á barrtré? Þeir verða að velja tegundir, kvæmi, birkiskerm 52 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.