Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Side 55
í stafafuruskógi í Skarfanesi á Landi. Frá vinstri:
Böðvar Guðmundsson skógarvörður, prófessor Jan-
Erik Lundmark og Sigvaldi Ásgeirsson umdœmisfull-
trúi.
og stað fyrir hverja einstaka plöntu eftir því, hver
styrkur og tíðleiki vinda er á hverjum stað.
Lerkið er sú barrtrjátegund, sem best þolir
vindálagið. Jafnvel með tilliti til annarra þátta,
sem að staðarvali lýtur, virðist lerkið vænlegasta
tegundin. Sérstaklega á Austurlandi.
Algengast hefir verið að gróðursetja barrtré í
skjóli birkisins, þar sem vindálag er mikið og þar
ná sér upp trjátegundir eins og stafafura, sitka-
greni, fjallaþinur og sitkabastarður. Islenska
birkið þolir vindinn og er tiltölulega auðvelt að
rækta.
Það er sérstaklega mikilvægt að plönturnar séu
gróðursettar á réttum stað til þess að þær taki
fljótt við sér. Þá getum við ekki bara hugsað um
vindinn, heldur einnig eiginieika jarðvegsins og
þá fyrst og fremst kornastærðina. Hér standa
menn frammi fyrir enn einum vanda.
Langmestur hluti og sá besti af skógræktarland-
inu er samsettur af fokjarðvegi, þar sem korna-
stærðin er méla og fíngerður móajarðvegur. Á
slíkum jarðvegi viljum við í Svíþjóð setja eins
konar stall undir plöntuna.
Vegna hins mikla vindálags er óvíða hægt að
fara svona að á íslandi. Til þess að nýta þá kosti,
sem felast í því að láta plöntuna standa á stalli,
verður íslenska plantan jafnframt að fá skjól.
Ráðið er þá að gróðursetja hana í skjóli við t.d.
plógstreng eða torfupís, sem rifin hefir verið upp
með herfi í jaðarinn á plógfarinu eða flekknum,
sem rifið hefir verið upp úr.
BEIT OG UPPBLÁSTUR
Vindurinn skaðar ekki aðeins trjáplönturnar,
heldur líka sjálft gróðurlendið. Uppblástur á fs-
landi er geysimikill.
Graslendi særist auðveldlega af traðki beitar-
dýra og óhóflegri beit. Þetta gerist fyrst og fremst
þar sem fokjarðvegur er og alveg sérstaklega í
bröttum hlíðum. Vindurinn gnauðar á þessum
sárum í gróðurlendinu og rýfur jarðveginn smám
saman.
Þannig hefst ferill, sem endar með ósköpum,
þegar vatn og vindur eru búin að eyða frjósömu
gróðurlendi á stórum svæðum.
TVEIR ÓGNVALDAR STÆRSTIR
Vindurinn og beitin eru án nokkurs vafa það,
sem mest ógnar tilveru „nýja“ skógarins á ís-
landi.
Þannig er augljóst, að á íslandi verður skóg-
ræktarmaðurinn, sem sjálfkrafa er mikilvægur
gróðurverndarmaður, að koma allri íslensku
þjóðinni í skilning um, að búfjárbeit og skógrækt
geta ekki farið saman á einu og sama svæði.
FRJÓSAMUR JARÐVEGUR
Basalt er drottnandi bergtegund á íslandi og
myndar frjósaman jarðveg, sem er lítið súr. Auk
þess hefir öskufall í eldgosum verkað eins og
áburður á gróðurlendi. Gjóskulögin lofta jarð-
veginn oft vel.
Vindurinn dreifir steinefnum yfir gróðurlendin
og sandstormar eru nokkuð algengir. Þessi að-
flutningur á fínkorna steinefnajarðvegi er
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
53