Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Side 58
SIGURÐUR BLÖNDAL
Flutningur á viði
úr íslenskum birkiskógi
LÝST EFTIR LJÓSMYNDUM
Nýting viðar úr birkiskógum íslands var í
meira en þúsund ár mikii athöfn í sveitum
landsins. Viðurinn var bundinn í klyfjar, sem
fluttar voru á klakk til bæjar. I sveitum, þar sem
enn fundust skógarleifar, var þessi iðja stunduð
allt fram á ár síðari heimsstyrjaldar.
Á unglingsárum mínum á Hallormsstað var
birki brennt til húshitunar - og reyndar ennþá á
þeim stað, sem er nú orðið einsdæmi á Islandi.
Þegar húsmæðraskóli tók þar til starfa 1930 var
svo um samið við Skógrækt ríkisins, að hann
mætti taka 800 hestburði eldsneytis á ári úr
skóginum. Sú skipan hélst í áratug. Skógar-
höggið og viðarflutningurinn var mest stundað á
veturna. Viðurinn var venjulega fluttur á klakk
úr skógi á 4 hestum. í nokkra vetur var ég látinn
„fara á milli“, eins og það var kallað, þ.e. teyma
burðarklárana úr skógi og heim. Mér þótti þetta
heldur vont verk í ýmsum veðrum, einkum þegar
farið var um þröngar skógargötur. Þá rákust
klyfjarnar iðulega í tré og hrukku af klakknum.
Átti ég oft í mesta basli við að koma þeim á klakk
aftur. Síðar þótti mér mikils um vert að hafa átt
þess kost að vinna þetta verk, sem var svo snar
þáttur í búskaparháttum horfins þjóðfélags.
Fyrir nokkrum árum, þegar við vorum að
undirbúa þátttöku okkar í hinni norrænu skóg-
minjasýningu, sem nefnd var „Hið græna gull
Norðurlanda", þurfti að útvega Ijósmynd af
viðarflutningi á hestum. Mér varð þá ljóst, að
slíkar myndir voru ótrúlega fágætar. Ég mundi
bara eftir að hafa séð eina einustu á prenti, tekna
af Birni Björnssyni í Neskaupstað, sem birtist í
'w.
ritgerð Gunnars Gunnarssonar skálds í Árbók
Ferðafélags íslands 1944 um Fljótsdalshérað.
Þessa mynd fékk ég að láni hjá Jóhönnu dóttur
hans, sem geymir hið merka ljósmyndasafn föður
síns. Þessi mynd er nú birt hér og vísast til texta
með henni. Aðra mynd hafði Björn tekið af
einum hesti undir viðarklyfjum í Eyvindará á
Héraði.
Þarna rann upp fyrir mér, að engin önnur
mynd virtist vera til frá Hallormsstað eða af Hér-
aði af þessari athöfn. Nú fór ég einnig að grennsl-
ast fyrir um það, hvort slíkar myndir væru til frá
öðrum stöðum.
Ég leitaði auðvitað strax til Halldórs J. Jóns-
sonar, safnvarðar ljósmyndasafns Þjóðminja-
safnsins. í því safni er engin slík mynd til. Hins
vegar tók Halldór út úr hillu hjá sér bók, sem út
kom hjá Norðra fyrir nokkrum áratugum og
nefnist „Gamlar myndir", sem skólabróðir minn
og kunningi, Þorvaldur Ágústsson frá Ásum í
Gnúpverjahreppi, hafði séð um myndir í. I þess-
ari bók er mynd úr Þjórsárdal af fjórum hestum
undir viðarklyfjum. Er það sú sem hér er birt. Ég
fór nú til Þorvalds ogspurði hann um þetta. Hann
kvað sveitunga sinn, Jón Jónsson frá Þjórsár-
holti, hafa tekið myndina. Þorvaldi tókst að
útvega mér kópíu af myndinni og raunar annarri
af viðarflutningi á öðrum tíma í Þjórsárdal, sem
mun hafa birst í „Heima er best“.
Þessar fjórar myndir, sem ég hefi nú nefnt, eru
þær einu, sem ég veit enn um, af viðarflutningi á
klakk.
Það er nú erindi mitt við ykkur, sem þessar
línur lesið, að biðja ykkur um að láta mig vita, ef
56
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990