Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 61
ARNÓRSNORRASON
Skipulagning skógræktar
Góðir skógræktarfélagsmenn. I erindi mínu
ætla ég að stikla á stóru í skipulagi skógræktar hér
á landi. Ég á hér við skipulag skógræktar í þrengri
merkingu, það er skipulagningu skógræktarfram-
kvæmda. Ekki verður fjallað um skipulag stofn-
ana og félaga.
í byrjun er vert að rifja upp, fyrir flest ykkar,
klassískt flæðirit, sem lýsir samspili markmiðs,
áætlunar og framkvæmdar.
Gamalt máltæki segir: í upphafi skyldi endir-
inn skoða. Á það jafnt við framkvæmdir í skóg-
rækt sem öðru, þrátt fyrir að „endirinn“ eða sjá-
anlegur árangur sé ekki á næstu grösum þegar
skógrækt á í hlut.
Það hlýtur að vera afar mikilvægt að velta fyrir
sér, áður en farið er út í framkvæmdir, hver sé til-
gangurinn með skógræktinni.
Á að rækta nytjaskóg, yndisskóg, landgræðslu-
skóg, útivistarskóg eða fjölnytjaskóg?
Margir munu telja að slíkri spurningu sé auð-
velt að svara en svo þarf ekki að vera.
í lögum skógræktarfélaga er m.a. fjallað um
tilgang þeirra. Lögin eru yfirleitt mjög almenn.
f>að sama er að segja um skógræktarlög sem fjalla
um Skógrækt ríkisins. Tilgangur skógræktarfé-
laganna er að efla og auka skóg- og trjárækt á
þeim svæðum sem þau starfa á. Slík almenn mark-
miðssetning hefur bæði sína kosti og galla. Kost-
irnir eru að félögin hafa frjálsara athafnarými.
Þau geta starfað á mörgum sviðum skógræktar.
Gallarnir eru að oft er erfitt að rökstyðja til-
ganginn. Hann er óljós og þeir hópar sem höfðað
er til fá ekki skilning á markmiðinu. Þetta veikir
slagkraft starfseminnar.
Annar ókostur er að auðveldara er að týna
áttum í dagsins önn og lenda í þeirri slæmu
aðstöðu að tilganginum er helgað meðalið.
Þjóðfélagsbreytingar líðandi aldar hafa verið
miklar. Slagorð aldamótakynslóðarinnar „Klæð-
um landið“ virkar máttleysislegt í efnishyggju-
samfélagi nútímans. Fólk vill fá að vita hvar á að
klæða og til hvers og með hverju.
Hvort sem okkur 1 íkar betur eða verr hafa hug-
sjónir fallið í skuggann af hugtökum eins og
„þörf“, „velmegun“ og „tómstundir“.
Þrátt fyrir efnishyggjuna er almenningur að
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
59