Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 65
Hve nákvæmar áætlanir eiga að vera fer eftir:
1. Óskum þeirra sem biðja um áætlunina.
2. Hverjirsjáumframkvæmdir.
3. Hve miklu má til kosta við gerð áætlunar.
4. Um hverskonar skógræktarframkvæmdir er
að ræða.
Ef utan að komandi aðili sér um gerð áætlunar
verða þeir sem stýra eiga framkvæmdum að
ákveða hve ýtarleg hún á að vera. Taka verður til-
lit til þekkingar þeirra sem eiga að framkvæma
verkið og einnig eðlis verkefnisins. T. d. væri rök-
rétt að álykta að áætlun um útivistarskógrækt,
sem stjórnað væri af ófaglærðum starfskrafti,
þyrfti að vera mun nákvæmari en nytjaskóga-
áætlun undir stjórn fagmanna.
Fræðilega séð á aldrei að kosta meira til áætl-
anagerðar en sem nemur hámarks-hagræðingar-
áhrifum hennar. Við „hámarks-hagræðingu“ er
mismunur sparnaðar, sem áætlun hefur í för með
sér, og kostnaðar við gerð hennar, mestur. Vand-
inn er bara sá að erfitt er að mæla hagræðinguna.
Að sjálfsögðu verður áætlanagerðin að taka
mið af fjárhag þeirra sem borga eiga áætlana-
gerðina. Sumir vilja lítið til spara til að hafa áætl-
anir sem nákvæmastar meðan aðrir verða að
velta fyrir sér hverri krónu. Er ég hræddur um að
skógræktarfélögin séu oft í síðastnefnda flokkin-
um.
Hverskonar skógrækt á að stunda skiptir líka
verulegu máli. Þcss flóknari framkvæmdir þess
ýtarlegri og dýrari verður áætlunin. T. d. er það
Ijóst að skipulag útivistarskógar þarf að vera mun
umfangsmeira en skipulag nytjaskógaræktar.
Taka þarf tillit til mun fleiri þátta en vaxtar og
þrifa trjátegunda. Til þess að gera skóginn sem
mest aðlaðandi þarf að huga að fjölbreytni, útliti,
aðkomu. Meta þarf ásókn á svæðið, stærð, stað-
setningu og gerð áningarstaða, stíga, vega og
bílastæða. Það þarf að svara mun fleiri spurn-
ingum en af skógfræðilegum toga. Spurningarnar
varða landslagsarkitektúr og skipulagsfræði.
Það ætti ekki að koma neinum á óvart að það er
nánast regla að áætlanir, hversu vel sem þær eru
gerðar, standast ekki að fullnustu. í skógræktar-
starfinu erum við að eiga við móður náttúru og
vegir hennar eru oft og tíðum órannsakanlegir.
Forsendur og aðferðir geta brugðist. Eftirleikur-
inn, þ.e. endurskoðun áætlunar, er þess vegna
engu síður mikilvægur.
Við endurskoðun áætlunar er gerður saman-
burður á framkvæmdum og gildandi áætlun.
Mikilvægt er að slíkur samanburður fari fram.
Aðeins með því móti er hægt að læra af þeirri
reynslu sem fengist hefur. Til þess að saman-
burður geti orðið verður að skrá framkvæmdir
skilvíslega. Einnig verður að gera úttekt á stöðu
framkvæmda - er árangurinn í samræmi við þær
væntingar sem koma fram í áætlun? Þetta er hið
svokallaða eftirlit áætlunar.
Eftirlitið á að leiða í ljós hvort breytinga sé
þörf á forsendum gildandi áætlunar. Þær breyt-
ingar eru síðan tilefnið til endurskoðunar.
Nú getur það farið svo að forsendur séu svo
breyttar að ekki virðist mögulegt að ná settu
markmiði. Þá verður að koma til ný markmiðs-
setning.
Eg vil undirstrika mikilvægi endurskoðunar.
Að mínu mati er hún lykillinn að því að við lærum
af þeirri reynslu sem er fengin í skógrækt á ís-
landi.
Eg hef nú fjallað vítt og breitt um ferli skipu-
lagsvinnunnar og líklega að margra mati lítið
snert jörðina í hjali mínu.
Hugsanlega hafa vaknað spurningar hjá ykkur,
áheyrendur góðir, og ég ætla nú að reyna að svara
einni áleitinni spurningu:
HVERNIG ER HÆGT AÐ STANDA AÐ
SKIPULAGI SKÓGRÆKTAR
HJÁ SKÓGRÆKTARFÉLÖGUNUM?
A. m. k. tvö skógræktarfélaga skera sig úr hvað
alla starfsemi varðar. Það eru Skógræktarfélag
Reykjavíkur og Eyfirðinga. Þessi félög reka
fyrirtæki hverra starfsemi spannar allan feril
skógræktar. Þau hafa yfir að ráða starfsmönnum
sem sjá um skipulagningu framkvæmda.
Tengslin við sveitarfélögin eru mjög náin og
starfsemi þeirra er að stórum hluta verkkaup
sveitarfélaga.
Allt skipulag framkvæmda hlýtur þar af leið-
andi að mótast mikið af borgar- og bæjarskipu-
lagi.
Flest önnur skógræktarfélög eru hreinræktaðri
áhugamannasamtök og starfsemi þeirra einnig.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
63