Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 67
til, t.d. við skipulagningu útivistarsvæða, geta
nýtt sér þessar upplýsingar.
Nánari áætlanagerð er að mínu mati óþörf
nema í sérstökum tilvikum. Sú staða getur komið
upp að þeir aðilar, sem styrkja skógræktarfélögin
fjárhagslega, biðji um ýtarlegri áætlanir, s.s.
tímasettar kostnaðaráætlanir til að vega og meta
hvort eða hve mikið eigi að styrkja skógræktar-
framkvæmdirnar.
SKRÁNING FRAMKVÆMDA
Pað er afar mikilvægt að skrá ýtarlega niður
framkvæmdir. Að mínu mati er það lykillinn að
því að sú reynsla, sem skapast í skógræktarstarf-
inu, nýtist að fullnustu.
Mannaskipti í áhrifastöðum hjá félagasam-
tökum áhugamanna eru oft tíð og hættan á að
upplýsingar tapist er þar af leiðandi mikil. Það er
því sérlega mikilvægt að skógræktarfélögin komi
skikki á skráningu framkvæmda. Hér geta félögin
nú þegar tekið til hendinni og leggja ætti ríka
áherslu á að hefjast þegar handa.
Nánari útfærsla gæti verið eitthvað á þessa leið:
Skógræktarfélag íslands tekur að sér að útbúa
staðlað spjaldskrárspjald og sendir síðan skóg-
ræktarfélögunum spjöld í spjaldskrá og leiðbein-
ingar um hvernig færa skuli spjaldskrána.
Félagar geta síðan sjáli'ir gert einfalt riss af
athafnasvæðum sínum og merkt inn á það stað-
setningu þeirra reita sem skráðir eru í spjald-
skrána.
Pað gefur auga leið að slíkt bráðabirgðafyrir-
komulag væri ómetanlegt hjálpartæki fyrir
stjórnendur framkvæmda og ekki síst fyrir þann
sem síðar gerði úttekt með hefðbundinni skrán-
ingu skóglenda.
ÚTTEKT Á FRAMKVÆMDUM - EFTIRLIT
Skógrækt félaganna er ekki að sama skapi
eftirlitsskyld eins og t. d. nytjaskógrækt á bújörð-
um. Pað hlýtur samt að vera hverju félagi hollt og
þarft að með virku eftirliti sé fylgst með árangri
og gangi framkvæmda. I skógrækt er vanalegt að
gera slíkar úttektir á 10-20 ára fresti.
Að sama skapi og við gerð áætlana getur verið
að aðilar, sem styrkja vilja félögin, geri kröfu um
slíka úttekt til að átta sig á stöðu framkvæmda.
í skráningu skóglenda eins og henni hefur
verið lýst hér felst einnig úttekt á framkvæmdum.
Meðal annars eru skráðar ýmsar upplýsingar um
ástand gróðursetninga. Eins og er nær skráning-
arkerfið aðeins til ungskógar - sem er skil-
greindur sem allur skógur undir 2 m hæð.
Ég hef nú stiklað á stóru varðandi skipulag
skógræktar. Víða hefur verið gripið niður en
margt enn ósagt. Því miður gafst mér ekki
ráðrúm til að kynna mér af neinu viti hvernig
skipulagsmálum er háttað hjá skógræktarfé-
lögunum. Vel getur verið að hugmyndir mínar
um stöðu þessara mála séu rangar og ef svo er vil
ég biðja ykkur, góðir áheyrendur, að vera
óhræddir við að gagnrýna og leiðrétta orð mín.
Ég hef einnig viðrað hugmyndir mínar um
hvernig væri hægt að standa að skipulagi skóg-
ræktar hjá skógræktarfélögunum. Gaman verður
að heyra ykkar álit á þeim og aðrar hugmyndir
um áherslur í þessum ntálum.
Ég þakka áheyrnina.
Erindiflutt á aðalfundi Skógrœktarfélags
íslands 1990.
(r*
Plöntustafir meö þremur
breytanlegum hólka-
stæröum fyrir 35, 40 og 67
gata bakka
EinarJóhannesson
Brekkubyggð 23
=3 Blönduósi *=
Sími 24425
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
65