Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 72
syni 1967. Þetta voru allt duglegir félagshyggju-
menn en engu að síður var dauft yfir sjálfu félag-
inu um tíma. Það hélt ekki aðalfundi 1963, 1964
og 1965 en jafnan rak Hákon Bjarnason félagið á
fætur aftur. Upp úr 1969 eru félagsfundir að vísu
haldnir en fásóttir og aðeins mætt úr tveimur fé-
lagsdeildum árið 1972. Gróðursetning árið 1971
nam á öllu félagssvæðinu aðeins 18 þúsund
plöntum en þegar best var á sjötta áratugnum
komst gróðursetning upp í 100 þúsund plöntur.
Hákon Bjarnason ræddi þessi vandræði á aðal-
fundinum 1971 og kvað þetta ekki einsdæmi:
Hann kvað reyndar „ríkja deyfð í öllu félagsstarfi
skógræktarmanna á íslandi“. Á sama tíma var
fjárhagsstaða Skógræktarfélags Árnesinga ágæt,
og reyndar hefur það aldrei liðið fyrir bágan
fjárhag.
Úr þessum öldudal komst félagið árið 1973 en
þann 28. mars það ár hélt Skógræktarfélag
íslands fund sameiginlega með héraðsskógrækt-
arfélögunum á Suðurlandi á Selfossi. Þar mættu
þeir Hákon Bjarnason, Snorri Sigurðsson og
Jónas Jónsson, þáverandi formaður Skógræktar-
félags íslands. Töldu þeir að félagsmönnum hefði
fækkað í Árnessýslu úr 1200 þegar best var niður
1612 árið 1973. En nú var líka boðað Skógræktar-
átakið 1974 og rætt um skjólbelti sem Haukur
Ragnarsson kynnti fyrir félagsmönnum á
útbreiðslufundinum 1973. Skógræktarátak þetta
tókst því vel. Skógræktarfélag Árnesinga keypti
40.405 trjáplöntur það árið og fimm deildir
félagsins reyndust virkar í þessu snarpa átaki.
Stuðning fékk félagið úr þjóðargjöfinni - „Land-
græðsluáætlun 1974-1978“ og var sá styrkur í
formi girðingarefnis. Árið 1975 var byrjað á nýrri
girðingu sunnan Tjarnhóls og lauk þeirri girðingu
1976. í lok þess árs voru 749 ha innan girðingar á
Snæfoksstöðum og hafði þá verið plantað þar í 70
ha.
Sigurður Ingi Sigurðsson tók við formennsku
af Ólafi Jónssyni árið 1974. Ólafur var þó áfram í
stjórn til 1979 er Kjartan Ólafsson ráðunautur í
Hlöðutúni í Ölfusi tekur við. Við andlát Snorra
Árnasonar tók Þórmundur Guðmundsson verk-
stæðisformaður á Selfossi við starfi hans í stjórn
1972. Þórmundur baðst undan endurkosningu
1978 og kom þá Jóhannes Helgason í Hvammi í
Sitkabastarður í Snæfoksstaðagirðingu við Ölfusá.
Mynd: Sig. Blöndal, 26-04-85.
Hrunamannahreppi í stjórnina. Það var á fyrstu
formannsárum Sigurðar Inga að deildunum
bauðst að taka að sér skógarreiti á Snæfoksstöð-
um. Hófst þetta starf árið 1974 er Gaulverjar og
Selfossbúar settu þar niður í reiti og ári síðar
komu félagar úr Skógræktarfélagi Sandvíkur-
hrepps. Fleiri hafa komið í kjölfarið en unnið þar
stopulla. Til er samningsform er þessar deildir
geta hagnýtt sér ef þær vilja hafa arð af skógrækt
sinni á Snæfoksstöðum og skal þá hreinn arður
skiptast að hálfu á milli viðkomandi deildar og
Skógræktarfélags Árnesinga.
Árið 1977 lét Garðar Jónsson af framkvæmda-
stjórastarfi fyrir félagið og við því tók Böðvar
Guðmundsson skógtæknifræðingur á Selfossi.
Fyrir jólin 1978 varð svo sá merkisatburður í sögu
skógræktar á Snæfoksstöðum að höggvin voru
þar fyrstu nytjatrén, 197 stafafurutré sem seld
70
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS fSLANDS 1990