Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Síða 73
Alfaskeið í Hrunamannahreppi. Ungmennafélag Hruna-
manna hóf þar gróðursetningu 5. júní 1937. Pá var
gróðursett birki frá Bœjarstað og sitkagreni. Guð-
mundur Marteinsson verkfræðingur var hvatamaður að
því. Mynd: Sig. Blöndal, 1985.
voru sem jólatré og gáfu af sér góðan hagnað.
„Ár trésins“ 1980 varð einnig mikið fram-
kvæmdaár. Tók þá félagið að sér trjáræktina við
hið nýja sjúkrahús á Selfossi. Plantað var alls
27.655 plöntum á félagssvæðinu, þar af lét félagið
sjálft planta 8.830 plöntum á Snæfoksstöðum.
Það nýmæli var að þeim var plantað í plógstrengi
og komu vel út.
Sigurður Ingi lét af formennsku 1981 og var þá
Kjartan Ólafsson kjörinn formaður og hefur
verið það síðan. Aðrir í stjórn eru nú Óskar Þór
Sigurðsson ritari, Jóhannes Helgason varafor-
maður, Gunnar Tómasson, garðyrkjubóndi í
Laugarási, sem kom inn fyrir Sigurð Inga 1983,
og Halldóra Jónsdóttir, Stærri-Bæ í Grímsnesi,
sem tók við af Stefáni Jasonarsyni 1986. Á aðal-
fundi mæta fulltrúaráðsmenn úr hverri deild auk
margra gesta. Fræðandi erindi eru þá oft haldin
og sá skemmtilegi siður hefur komist á að félagið
gefur peningaupphæð til skógræktar og fegrunar
umhverfisins við félagsheimilið sem hýsir
fundinn.
Skógræktarfélag Árnesinga hefur fylgt vel eftir
hugmyndunum frá 1974 um skjólbeltarækt. Ár-
nesingar höfðu um það forgöngu á aðalfundi
Skógræktarfélags íslands árið 1980 að óskað var
eftir heildarskipulagi í skjólbeltaræktun og að
bændur fengju til þessa styrk samkvæmt jarð-
ræktarlögum. Félagið hafði vilja til þess að gerð
yrði héraðsskógræktaráætlun fyrir Árnesinga
eins og heimilað var í Landgræðsluáætlun 1981-
1985. Voru fimm bæir í Árnessýslu þá valdir úr tii
nýskógræktar. Þessi hugmynd um „bændaskóga“
hefur aftur og aftur verið til umræðu, t.d. skóg-
ræktaráætlun fyrir bændur í innanverðum Laug-
ardai, sem því miður hefur ekki enn orðið úr. Það
er markmið forráðamanna félagsins að tvinna
saman einstaklingsframtak og félagshyggju í
skógræktarstarfinu. Bændur taki að sér fram-
leiðslu á trjáplöntum og margir hér í sýslu hafa
sýnt mikla hæfni í þeirri framleiðslugrein. Skóg-
ræktarfélögin eigi að halda uppi fræðslustarfsemi
og beita sér fyrir framgangi skógræktar almennt á
svæði sínu.
Skógræktarfélag Árnesinga er í dag vel statt til
að Ieysa hin margháttuðu verkefni sín. Það er
mests virði að snemma eignaðist það þá jörð í
sýslunni sem hvað best er til skógræktar fallin.
Þar hefur það góðan hag af hlunnindum og leigir
út jaðarsvæði jarðarinnar undir sumarhús.
Félagið mun minnast afmælis síns á eftirtektar-
verðan hátt, m.a. með plöntugjöfum til skóg-
ræktar við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
og vel myndskreytt afmælisrit mun einnig koma
út um þessar mundir.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
71