Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Side 75
SVAVAR SIGMUNDSSON
Örnefni og trjágróður
Enginn vafi er á að landið hefur verið gróður-
sælla og trjáríkara við upphaf landnáms en á
okkar dögum áður en maðurinn og búféð fóru að
ganga nærri viðkvæmu landinu. Margt er til vitnis
um þetta. Eitt af því sem segir sína sögu um ástand
landsins er örnefnin, nöfn staða, bæði í náttúr-
unni og á bæjum og öðrum stöðum sem tengjast
búsetu í landinu. Hér verður skyggnst yfir landið
og sjónum beint að þeim örnefnum fornum og
nýjum sem hafa að geyma orðliðina víðir, lauf,
hrís og kjarr, og dreifing þeirra um landið sýnd á
kortum.
Eitt og annað hefur verið ritað um örnefni á ís-
landi er tengjast gróðurfari og skógi.
Helgi Hallgrímsson á Akureyri skrifaði grein-
ina „Bæjarnöfn og útbreiðsla skóga fyrr á öldum“
í Ársrit Skógræktarfélags íslands árið 1970.
Steindór Steindórsson frá Hlöðum hefur í bók
sinni, „íslensk plöntunöfn" frá 1978 sérstakan
kafla um örnefni sem hafa jurtaheiti að nafnlið.
Þá skrifaði Pórarinn Þórarinsson á Eiðum um
orðið holt, „Oft er í holti heyrandi nær,“ í Ársrit
Skógræktarfélagsins 1982.
f grein sinni, „Landgæði á íslandi fyrr og nú“ í
ritinu Græðum ísland 1988, nefnir Andrés Amalds
örnefni er minna á horfna skóga, s.s. „Brúarskóg
á Efra-Jökuldal, Dynskóga austan til á Mýrdals-
sandi, Timburvelli í Fnjóskadal og Vælugerði og
fleiri nöfn er minna á sviðning skógi vaxins lands
til akuryrkju." (18).
Fleira mætti telja af greinum um þessi efni, en
þetta látið nægja að sinni.
Ég ætla ekki að dvelja hér sérstaklega við þau
örnefni sem hafa skóg sem nafnlið eða nafnið
Skóga. Yfirleitt er um að ræða birkiskóg. Fjöl-
mörg eru þau örnefni hér á landi nú á tímum sem
hafa birki eða björk að nafnlið, Birkihlíð, sem er
algengasta nafnið með þessum lið, Birkiból, Birki-
flöt og Birkilundur, Bjarkarland og Bjarkarlund-
ur. Þó er ekkert slíkt nafn á íslandi nefnt í fornrit-
um. Þau eru því síðari tíma smíð. Þeirra var ekki
þörf að fornu, þar sem skóga-nöfnin áttu yfirleitt
við birkiskógana. Bæjarnafnið Björk er til á fjór-
um stöðum á landinu, í Flóa, Grímsnesi og á
tveim bæjum í Eyjafirði.
Ekki eru þó allir skógar birkiskógar. í nafninu
Dynskógar í Vestur-Skaftafellssýslu, sem fyrir
kemur í Landnámu, er talið að felist skógur af
blæösp, skógur beinvaxinna trjáa, því að ekki
geti dunið í birkiskógi. (Ingólfur Davíðsson,
Náttúrufræðingurinn 4. hefti, 1979, 289-297. -
Sigurður Björnsson á Kvískerjum, Dynskógar4,
1988, 271-272.)
í grein sinni tók Helgi Hallgrímsson fyrir bæja-
nöfnin Skógur, Skógar, nöfn með skógur sem
fyrri eða síðari lið, bæi sem heita Mörk, Lundur
eða hafa þann nafnlið, einnig þau sem innihalda
tré, timbur, meiður eða næfuro.fl. Þarvoru einnig
bæir kenndir við trjáheiti eins og áður sagði,
björk og reyni, en hann gekk viljandi fram hjá
nafnliðunum fura, greni, ösp, askur, víðir og ein-
ir. Hann telur að fura og greni í bæjanöfnum eigi
eingöngu við rekavið, enda séu þau aðeins við
sjávarsíðuna, og sama eigi líklega við um ösp,
sbr. Asparvík á Ströndum. Um ask, víði og eini
segir hann að nöfn með þeim vitni aðeins um til-
veru viðkomandi runna og geti verið óháð skógi
eða birkikjarri.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
73