Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Síða 95

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Síða 95
fjallajökuls. Krossá var engin vörn þegar á reyndi. Takii Kofoed-Hansen hagkvæmast að setja upp girðingu frá Steinsholtsá norður að Krossá, um 1 km að lengd. A Goðalandi hafði Breiðabólstaðarkirkja lengi haft beitarrétt (frá 1578), en um langt skeið var hann leigður og nytjaður til sauðfjárbeitar af Austur-Eyfelling- um. í nokkur ár stóð í þófi, en þáttaskil urðu með bréfi sem Jón Helgason biskup skrifaði Kofoed- Hansen 22. febrúar 1927. Par segir: „Jafnframt því að senda hinu háa ráðuneyti erindi skógrækt- arstjóra viðvíkjandi afréttarítaki Breiðabólstað- arprestakalls á Goðalandi upp af Þórsmörk, vil jeg skýra ráðuneytinu frá því að jeg hefi í dag til- kynnt bæði prófasti í Rangárþingi og væntan- legum nýjum presti þar í prestakallinu, að ítak þetta sé tekið undan Breiðabólstaðarprestakaili vegna fyrirhugaðrar friðunar Þórsmerkur.'* Árið 1927 var gerður samningur, sem enn stendur, milli landeigenda ogSkógræktarríkisins um að hún taki að sér friðun og umsjón svæðisins. I samningnum er tekið fram að bændur eða eigend- ur missi allan rétt til landnytja í Mörkinni nema skógarhöggs, en sá réttur hefur aldrei verið not- aður. ÓFULLKOMIN FRIÐUN Friðunin var mjög ófullkomin framan af, eins og síðar verður vikið að. Þegar hafist var handa um að girða Þórsmörk og Goðaland árið 1924 var land þar afar illa farið eftir langvarandi beit sauðfjár. Lítið var um nýgræðing og birkið bar merki beitar svo hátt upp sem féð náði. Þegar dró úr fjárbeitinni fór birkiskógur víða að vaxa upp að nýju og sumt af hinu eydda landi að taka á sig græna slikju. Einkum hafa orðið mikil stakkaskipti á Goðalandi, ekki síst í Básum sem nú er vinsæll útivistarstaður. Norðan Þórsmerkur liggja Almenningar, af- réttur Vestur-Eyfellinga, en þeir ná að Markar- fljóti og Syðri-Emstruá. Girðing sú sem Skóg- ræktin setti upp á afréttarmörkum var 17 km löng. Er skemmst frá því að segja að aldrei tókst að gera girðinguna alveg fjárhelda. Girðingar- stæðið var afar erfitt og auk þess náði girðingin ekki inn að jökli. Fé af Almenningum komst því fyrir endann á girðingunni niður í Þórsmörk og þaðan á Goðaland. Af tæknilegum ástæðum var ekki unnt að girða af neðsta hluta Þórsmerkur- ranans vestan við Valahnjúk, sem hefði þó verið full þörf á vegna jarðvegseyðingar. Áframhaldandi beit, þrátt fyrir samninga um friðun, olli vitaskuld óánægju landeigenda og umsjónaraðila svæðisins, Skógræktarinnar. Mik- ill hluti lands í Þórsmörk var í slæmu ástandi og jarðvegur víða að eyðast. Gróður tók að vísu nokkuð við sér er dró úr fjárbeitinni en framfarir voru samt hægar. Með auknum samgöngum upp úr miðri öldinni fjölgaði ferðalöngum í Þórs- mörk. Þeim blöskraði gróðureyðingin og þær raddir urðu æ háværari sem kröfðust úrbóta. Haldnir voru margir fundir og skipaðar nokkrar nefndir, en lítið miðaði; féð rataði sína leið. Árið 1954 komu fram óskir frá Austur-Eyfell- ingum um að fá aftur afnot af Goðalandi til beit- ar, landþrengsli voru þá mikil í hreppnum vegna fjölgunar búfjár. Skoðaðir voru möguleikar á að girða milli Goðalands og Þórsmerkur, en niður- staðan varð aftur sú að það væri ógerlegt. Vegna þessarar málaleitunar aðstoðaði Landgræðslan bændur hins vegar við stórfellda ræktun á Skóga- sandi, sem gerbylti allri búrekstraraðstöðu í hreppnum. Þar með hvarf þörfin fyrir beitarafnot af Goðalandi. VAKNING í GRÓÐURVERNDARMÁLUM Mikið var rætt um friðun Þórsmerkur fyrir ágangi sauðfjár á árunum 1969 til 1979, en á þeim tíma var mikil vakning í gróðurverndarmálum. Nedst á Almenningum. Birki að eyðast. Mynd: Andrés Arnalds 04-07-83. ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS (SLANDS 1990 93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.