Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Síða 102

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Síða 102
svar við framangreindum uppástungum Sigurðar og áætlun um ferð tveggja manna til Arkhangelsk í síðustu viku júní 1989. Síðar um veturinn var ákveðið, að höfundar þessarar greinar færu, þar eð þeir höfðu báðir sýslað sérstaklega með lerki og Sigurður auk þess vegna stöðu sinnar sem skógræktarstjóri. MÓTTÖKUR EYSTRA Við komum til Moskvu 25. júní 1989. Þar tóku á móti okkur fyrir hönd Ríkisskógræktarnefndar Sovétríkjanna (KGL) deildarstjóri alþjóða- deildar nefndarinnar, Georgi Naumov, og Nadezhda (Nadja) Larionova, sem annast f.h. alþj óðadeildarinnar samskipti við Norðurlönd og Norður-Ameríku. Hún var leiðsögumaður og túlk- ur Sigurðar og Pórarins í ferð þeirra til Sovétríkj- anna 1979. Urðu því fagnafundir við að hitta hana nú aftur og sannfærði okkur um, að fyrirgreiðsla við okkur yrði hin besta, enda reyndist svo. Hafði Nadja skipulagt ferð okkar. Gist var í Moskvu þessa fyrstu nótt, en um hádegi næsta dag var haidið af stað með járnbrautarlest til Arkhangelsk. Á brautarstöðinni kynnti Nadja fyrir okkur unga konu, Élena Samolyotova, sem skyldi vera leiðsögumaður okkar og túlkur í ferð- inni norður. Hún reyndist okkur afbragðsferða- félagi og leysti með prýði erfitt hlutverk túlksins. Lestarferðin norður tók 20'/2 klst. Um 30 stiga hiti var í Moskvu og hélst hann að deginum alla leiðina norður. Hér gafst okkur einstakt tækifæri til að sjá rússnesku sléttuna norður að Hvítahafi, þar sem mestmegnis er ekið gegnum endalausan skóg. Fyrst sumargræna laufskógabeltið með ívafi af björk og blæösp og þegar norðar dró rauðgreni- og skógarfuruskóginn, sem líka var blandaður björk og blæösp, og nyrst stórum mýra- flákum. Þá var ekið gegnum óteljandi sveitaþorp og borgir. Við komum til Arkhangelsk kl. 8.00 hinn 27. júní. Á brautarstöðinni tóku á móti okkur þau fjögur, sem höfðu nær allan veg og vanda af heim- sókn okkar til Arkhangelskhéraðs. Þau störfuðu hjá Ríkisskógræktarnefndinni í Arkhangelskhér- aði. Nefnist héraðsstjórnin á ensku „The Arch- angel Territorial Forestry and Production Associa- Timburmóttaka á ónefndri járnbrautarstöð sunnan við Arkhangelsk. Mynd/photo: S.Bl. Timber depot at a railway station south of Archangel. tion“, sem þýða mætti á íslensku Skógarþjónusta Arkhangelskhéraðs. Þau voru: Dimitrij Odintsov, forstjóri, Alekseij Zavolzhin, skógræktarstjóri, Oleg Kallin, deildarstjóri nýskógræktar, og Galina Petrovna, fulltrúi. Þetta fólk reyndist okkur framúrskarandi gestgjafar, sem gerðu allt til þess að gera okkur dvölina sem ánægjulegasta og gagn- legasta. Fyrir hádegi var tekið á móti okkur á skrifstofu skógstj órnarinnar. Þar var okkur sagt frá skógum og skógabúskap í Arkhangelskhéraði. Við skýrð- um þeim frá skógum og skógrækt á íslandi. Eitt, sem þeir sögðu okkur frá strax þennan morgun og vakti mikinn ugg hjá okkur, var það, að lerki væri ekki höggvið lengur á þeirra vegum og engir mögu- leikar á að útvega fræ af því. Eftir hádegi heimsóttum við skógrannsókna- stofnunina í Arkhangelskborg. Þar höfðu orð fyrir hópnum Genrik Chibisov, forstjóri, og Val- erij Serij, rannsóknastjóri. Að því loknu fórum við að skoða Norðlæga trjásafnið (arboretum) utan við borgina. Þar tók á móti okkur forstöðu- maðurinn, Vladimir Nilov. Næsta dag, 28. júní, var haldið til skógar í fylgd Zavolzhins skógræktarstjóra og Boris Seméo- novs, sérfræðings í skógfræði við rannsóknastöð- ina. Flogið var með þyrlu NA frá Arkhangelsk 115 km til staðar, sem nefnist Jorna og er um 60 km sunnan við skógarmörkin. Þar mættu okkur þrír starfsmenn skógstjórnarinnar á því svæði. Hinn 29. júní var flogið með þyrlu svipaða vega- lengd og daginn áður, en nú í austur til bæjarins 100 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.