Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Síða 103
Arkhangelskhérað. Rauðu
deplarnir sýna staði, sem
Skógrœkt ríkisins hefur
fengið lerkifræ frá. Ætlað
er, að frœ merkt
,Arkhangelsk“ hafi komið
frá Pinéga.
Archangel district. The
red dots indicate the places
from which the Forest
Service has obtained seed.
Seed called Archangel is
presumed to have been
collected at Pinega.
Arkangelskhéraö. (Arkhangelsk Oblast)
Arkangelskborg
. (ikWi
Pinéga og síðan út í skóg ekki langt þar frá.
Zavolzhin og Seméonov voru í för með okkur, en
einnig Botygin, varaforstjóri deildar skógiðnað-
arráðuneytisins í Arkhangelsk.
Síðasta daginn, 30. júní, vorum við í Arkhang-
elsk og skoðuðum byggðasafn með gömlum
timburhúsum spölkorn utan við borgina. Pví
næst skoðuðum við stóra sögunarmyllu kennda
við Lenín.
Kl. 16.00 þennan dag áttum við fund í skógar-
iðnaðarráðuneytinu með Valerij Lykov, forstjóra
Arkhangelskdeildarinnar, og Botygin, varafor-
stjóra, sem var með okkur í Pinégaferðinni. A
þessum fundi var erindið að ræða um möguleika á
frækaupum af lerki. Birti nú yfir.
ARKHANGELSKHÉRAÐ
Á rússnesku er orðið oblast haft um þessa
stjórnsýslueiningu. Stærð þess er 584.000 km2.
Til samanburðar má nefna að Frakkland er
550.000 km2 og Svíþjóð 440.000. Lögun héraðs-
ins er dálítið einkennileg, þar sem það teygir sig
sem fleygur langt austur með Barentshafi á móts
við Novaja Semlja. Vestari hlutinn liggur að
Hvítahafi, sem gengur eins og risastór flói suður
úr Barentshafi og beygir síðan vestur fyrir sunnan
Kolaskaga. Pessi hluti héraðsins, sem að Hvíta-
hafi liggur, nefndist Bjarmaland til forna og var
þekkt í sögum. Einkum varð Örvar-Oddur forn-
aldarkappi frægur fyrir Bjarmalandsför sína.
Héraðið er eitt samfellt láglendi, þó ekki alls
staðar flöt slétta.
Fjögur stórfljót renna í norður um héraðið:
Onéga, Norður-Dvína, Mezen og Petsjóra. Pver-
ár þeirra óteljandi mynda geysilegt vatnakerfi um
héraðið allt.
Skógurinn. Um þriðjungur héraðsins er skógi
vaxinn, eða 200.000 km2. Gífurlegir mýraflákar
eru þar, einkum norðan til, en ekki vitum við hve
víðlendir.
Rauðgreni þekur 70% skógarins, skógarfura
28%, björk 2%, en lerki finnst aðeins á 500.000
ha eða 5.000 km2 og af lifandi viðarmagni skóg-
anna er lerki aðeins 0,4%. Þaö erlangmest gamall
skógur. Víðast hvar vex lerkið í bland við hinar
þrjár aðaltegundirnar.
Á mynd á bls. 118 er útbreiðsla rússalerkis sýnd á
korti. Það nær frá 52° N í suðri á 68° N í norðri og
myndar meira og minna samhengislausar eyjar,
mismunandi stórar, á þessu firnavíða svæði. Það
vex einkanlega á vatnasviðum hinna fyrrnefndu
stórfljóta. Dæmigerð er útbreiðsla þess á vatna-
sviði Norður-Dvínu, sem sýnd er á mynd. Það
skal skýrt tekið fram, að þótt myndin sýni sam-
fellda útbreiðslu, vex það á eins konar „eyjum“ í
skóginum og í bland við aðrar tegundir. Mörk
þeirra ákvarðast af aðstæðum í jarðvegi.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
101