Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 103

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 103
Arkhangelskhérað. Rauðu deplarnir sýna staði, sem Skógrœkt ríkisins hefur fengið lerkifræ frá. Ætlað er, að frœ merkt ,Arkhangelsk“ hafi komið frá Pinéga. Archangel district. The red dots indicate the places from which the Forest Service has obtained seed. Seed called Archangel is presumed to have been collected at Pinega. Arkangelskhéraö. (Arkhangelsk Oblast) Arkangelskborg . (ikWi Pinéga og síðan út í skóg ekki langt þar frá. Zavolzhin og Seméonov voru í för með okkur, en einnig Botygin, varaforstjóri deildar skógiðnað- arráðuneytisins í Arkhangelsk. Síðasta daginn, 30. júní, vorum við í Arkhang- elsk og skoðuðum byggðasafn með gömlum timburhúsum spölkorn utan við borgina. Pví næst skoðuðum við stóra sögunarmyllu kennda við Lenín. Kl. 16.00 þennan dag áttum við fund í skógar- iðnaðarráðuneytinu með Valerij Lykov, forstjóra Arkhangelskdeildarinnar, og Botygin, varafor- stjóra, sem var með okkur í Pinégaferðinni. A þessum fundi var erindið að ræða um möguleika á frækaupum af lerki. Birti nú yfir. ARKHANGELSKHÉRAÐ Á rússnesku er orðið oblast haft um þessa stjórnsýslueiningu. Stærð þess er 584.000 km2. Til samanburðar má nefna að Frakkland er 550.000 km2 og Svíþjóð 440.000. Lögun héraðs- ins er dálítið einkennileg, þar sem það teygir sig sem fleygur langt austur með Barentshafi á móts við Novaja Semlja. Vestari hlutinn liggur að Hvítahafi, sem gengur eins og risastór flói suður úr Barentshafi og beygir síðan vestur fyrir sunnan Kolaskaga. Pessi hluti héraðsins, sem að Hvíta- hafi liggur, nefndist Bjarmaland til forna og var þekkt í sögum. Einkum varð Örvar-Oddur forn- aldarkappi frægur fyrir Bjarmalandsför sína. Héraðið er eitt samfellt láglendi, þó ekki alls staðar flöt slétta. Fjögur stórfljót renna í norður um héraðið: Onéga, Norður-Dvína, Mezen og Petsjóra. Pver- ár þeirra óteljandi mynda geysilegt vatnakerfi um héraðið allt. Skógurinn. Um þriðjungur héraðsins er skógi vaxinn, eða 200.000 km2. Gífurlegir mýraflákar eru þar, einkum norðan til, en ekki vitum við hve víðlendir. Rauðgreni þekur 70% skógarins, skógarfura 28%, björk 2%, en lerki finnst aðeins á 500.000 ha eða 5.000 km2 og af lifandi viðarmagni skóg- anna er lerki aðeins 0,4%. Þaö erlangmest gamall skógur. Víðast hvar vex lerkið í bland við hinar þrjár aðaltegundirnar. Á mynd á bls. 118 er útbreiðsla rússalerkis sýnd á korti. Það nær frá 52° N í suðri á 68° N í norðri og myndar meira og minna samhengislausar eyjar, mismunandi stórar, á þessu firnavíða svæði. Það vex einkanlega á vatnasviðum hinna fyrrnefndu stórfljóta. Dæmigerð er útbreiðsla þess á vatna- sviði Norður-Dvínu, sem sýnd er á mynd. Það skal skýrt tekið fram, að þótt myndin sýni sam- fellda útbreiðslu, vex það á eins konar „eyjum“ í skóginum og í bland við aðrar tegundir. Mörk þeirra ákvarðast af aðstæðum í jarðvegi. ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.