Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Side 104
Lerkisvœðin eru skyggð. Eftir Simak/Kasin.
The range of Sukachev larch in the North Dvina water-
shed. Areas of larch are shaded. From Simak/Kasin.
Skógarhögg og trjáiðnaður er ein þýðingar-
nresta atvinnugreinin íhéraðinu. Um23millj. m3
viðar eru felldar árlega. Til samanburðar má geta
þess, að í Noregi eru felldar árlega um 10 millj.
m3 og 65-70 millj. m3 í Svíþjóð. Um 80% af þessu
árlega skógarhöggi í Arkhangelskhéraði er rauð-
greni, um 1 millj. m3 björk og blæösp, um 100
þús. m3 lerki og afgangurinn skógarfura.
Fiskveiðar og siglingar eru líka mikilvægar at-
vinnugreinar í héraðinu og svo auðvitað akuryrkja
og kvikfjárrækt.
ARKHANGELSKBORG
Nafnið merkir erkiengilsborg. Hún stendur,
eins og fyrr var nefnt, við stórfljótið Norður-
Dvínu um 15 km ofan við mynni þess og er á 64°
N, eða svipaðri breiddargráðu og Reykjavík.
Mikil járnbrautarbrú er yfir fljótið í borginni
miðri um 1 km löng, en sums staðar er það 2 km
breitt á borgarsvæðinu. Geysilangir hafnarbakk-
ar sjást þar víða. íbúar eru 450 þúsund. Þarna er
miðstöð stjórnsýslu, mennta- og menningarlífs í
hinu víðlenda héraði.
Borgin er oft kennd við „græna gullið“, sem er
skógurinn. Einnig er hún stundum nefnd „sögun-
armylla norðursins" vegna trjáiðnaðarins. Bæði
borðviður, trjámassi og pappír er flutt út þaðan,
aðallega til Suður-Ameríku, Kanada, Finnlands
og Svíþjóðar. Geysistór beðmisverksmiðja, sem
vinnur úr 5 millj. m3 viðar, er í útjaðri borgar-
innar og spýr frá sér miklu reykskýi. Mikil skipa-
ferð er á Norður-Dvínu og m.a. sáum við á sigl-
ingu þar stóra pramma drekkhlaðna viðarkurli,
sem sjálfsagt hefir átt að fara til beðmisverk-
smiðjunnar.
SKÓGARÞJÓNUSTAN
Eins og fyrr var sagt, heyrir hún undir Ríkis-
skógræktarnefnd Sovétríkjanna. En undir þessa
nefnd heyra einnig skógaráðuneyti einstakra lýð-
velda. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst verndun
og endurgræðsla skóga. Eitt af aðalverkefnum
skógarþjónustunar í Arkhangelsk er verndun
gegn plágum og skógareldi. Skógarverðir annast
þetta eftirlit, en flugvélar og þyrlur eru mikið not-
aðar, einkanlega til eldvarnaeftirlits. Mjög lítið
er af akfærum vegum í hinum óendanlegu skóga-
flæmum, svo að þyrlur eru sérlega hentugar.
Skógarhögg og viðarflutningar eru á vegum
skógiðnaðarráðuneytisins og auðvitað úrvinnsla.
Vart er um grisjun skógar að ræða, en rjóðurfell-
ing meginreglan við skógarhöggið. Endurnýjun
102
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990