Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 104

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 104
Lerkisvœðin eru skyggð. Eftir Simak/Kasin. The range of Sukachev larch in the North Dvina water- shed. Areas of larch are shaded. From Simak/Kasin. Skógarhögg og trjáiðnaður er ein þýðingar- nresta atvinnugreinin íhéraðinu. Um23millj. m3 viðar eru felldar árlega. Til samanburðar má geta þess, að í Noregi eru felldar árlega um 10 millj. m3 og 65-70 millj. m3 í Svíþjóð. Um 80% af þessu árlega skógarhöggi í Arkhangelskhéraði er rauð- greni, um 1 millj. m3 björk og blæösp, um 100 þús. m3 lerki og afgangurinn skógarfura. Fiskveiðar og siglingar eru líka mikilvægar at- vinnugreinar í héraðinu og svo auðvitað akuryrkja og kvikfjárrækt. ARKHANGELSKBORG Nafnið merkir erkiengilsborg. Hún stendur, eins og fyrr var nefnt, við stórfljótið Norður- Dvínu um 15 km ofan við mynni þess og er á 64° N, eða svipaðri breiddargráðu og Reykjavík. Mikil járnbrautarbrú er yfir fljótið í borginni miðri um 1 km löng, en sums staðar er það 2 km breitt á borgarsvæðinu. Geysilangir hafnarbakk- ar sjást þar víða. íbúar eru 450 þúsund. Þarna er miðstöð stjórnsýslu, mennta- og menningarlífs í hinu víðlenda héraði. Borgin er oft kennd við „græna gullið“, sem er skógurinn. Einnig er hún stundum nefnd „sögun- armylla norðursins" vegna trjáiðnaðarins. Bæði borðviður, trjámassi og pappír er flutt út þaðan, aðallega til Suður-Ameríku, Kanada, Finnlands og Svíþjóðar. Geysistór beðmisverksmiðja, sem vinnur úr 5 millj. m3 viðar, er í útjaðri borgar- innar og spýr frá sér miklu reykskýi. Mikil skipa- ferð er á Norður-Dvínu og m.a. sáum við á sigl- ingu þar stóra pramma drekkhlaðna viðarkurli, sem sjálfsagt hefir átt að fara til beðmisverk- smiðjunnar. SKÓGARÞJÓNUSTAN Eins og fyrr var sagt, heyrir hún undir Ríkis- skógræktarnefnd Sovétríkjanna. En undir þessa nefnd heyra einnig skógaráðuneyti einstakra lýð- velda. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst verndun og endurgræðsla skóga. Eitt af aðalverkefnum skógarþjónustunar í Arkhangelsk er verndun gegn plágum og skógareldi. Skógarverðir annast þetta eftirlit, en flugvélar og þyrlur eru mikið not- aðar, einkanlega til eldvarnaeftirlits. Mjög lítið er af akfærum vegum í hinum óendanlegu skóga- flæmum, svo að þyrlur eru sérlega hentugar. Skógarhögg og viðarflutningar eru á vegum skógiðnaðarráðuneytisins og auðvitað úrvinnsla. Vart er um grisjun skógar að ræða, en rjóðurfell- ing meginreglan við skógarhöggið. Endurnýjun 102 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.