Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 110
Blandskógur af lerki, skógarfuru og rauðgreni á vatns-
bakkanum. Myndlphoto: S.Bl.
Mixed forest of larch, Scots pine and Norway spruce on
banks of the lake.
lerkið orðið 160 ára, áður en það fer að fúna veru-
lega, en gömlu lerkitrén, sem við sjáum hér með-
fram vatninu eru líklega yfir 200 ára gömul og
orðin skemmd. Þau standa gjarnan upp úr furu-
skóginum og víða hafa topparnir brotnað. Mikið
um það. Hreinn lerkiskógur (monokultur) finnst
ekki hér, en til er það annars staðar, einkum
suður í landi.
Við siglum nú fram hjá dálítilli vík, sem mýr-
arsund gengur út í, og næst mýrinni vex rauðgreni
með þetta dæmigerða norðlæga rauðgreniform:
Hæðarvöxtur hættur, toppurinn kollóttur, krón-
an mjó og nær alveg niður að jörð.
Allir fólksflutningar á þessu svæði til bæja eru
með þyrlum, en flugvélar eru notaðar til þess að
leita að skógareldi. Hér flaug einmitt ein slík yfir
okkur. Félagar okkar segja, að rétt áður en við
stigum í þyrluna í morgun hafi skógareldur kvikn-
að rétt hjá trjásafninu, þar sem við vorum í gær.
Við siglum áfram meðfram skógarjaðrinum og
myndin breytist lítið. Furan er yfirgnæfandi, þótt
hún reynist það ekki í viðarmagni, vegna þess að
stóru lerkitrén vega þar þungt. Á einum stað,
sem við siglum fram hjá núna standa nokkur ung
tré, en annars virðist endurnýjun lerkisins vera
mikið vandamál hér.“
Eftir nokkra siglingu enn erum við komnir
nokkurn veginn í hálfhring meðfram vatninu og
erum andspænis kofanum góða. Hér erum við
komnir á móts við allmikinn ás, þar sem lerkitrén
skaga upp úr furunni. Landið hér er um 120 m
y.s. oghérgeisaði skógareldur fyrir 80 árum. Þétt
þyrping af frekar ungum trjám er hér, þar sem
lerki er í meirihluta.
Arnór segir upptökutækinu nokkur orð um árs-
tíðirnar:
„Sumarið er um það bil 3 mánuðir, þ.e. júní,
júlí og ágúst. Þeir lýsa fyrir okkur laufgunar- og
lauffallstíma. Hann er nokkurn veginn sá sami og
heima á íslandi sunnanverðu (sama daglengd),
þ.e.a.s. laufgun verður svona í síðustu viku maí
og lauffall lerkisins í lok september. Snjór verður
hér um 2 m á dýpt á vetrum. Jörð verður hvít um
mánaðamót október og nóvember og snjórinn
liggur fram til maíloka. Þá skellur vorið á hér.“
Nú höfum við lagt bátnum undir ásnum, sem
fyrr var nefndur og stígum á land. Ætlum upp á
ásinn að skoða þessi stóru lerkitré, sem gnæfðu
upp úr skóginum.
Arnór lýsir skóginum nánar:
„Skógarbotninn er mjög líkur því, sem er í
gróskuflokki 2 á Hallormsstað: Hérna er blágresi
(Geranium silvaticum L.) og hérna er pínulítið af
bláberjalyngi (Vaccinium myrtillus L.), en aðal-
lega rauðberjalyng.
Við erum hérna neðst í ásnum í frekar ungum
greniskógi, eftir því sem hægt er að kalla hér.
Rauðberj alyngið eykst eftir því sem við komum
lengra upp í ásinn, en gróskan virðist vera svona
sæmileg. Nú sjáum við ummerki eftir skógareld-
inn. Komnir inn í blandaðan skóg, mikið af ungu
rauðgreni og birki og síðan þessir „yfirstandarar“
af lerki, stærðar tré, 20-25 m há. Svona er þá
lerkiskógurinn í Arkhangelsk! Undir trjánum er
108
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990