Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Side 119

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Side 119
SIGURÐUR BLÖNDAL ÞÓRARINN BENEDIKZ Öflun lerkifræs frá Arkhangelskhéraði Um þessar mundir er meira ræktað á íslandi af rússalerki (Larix sukaczewi Dylis) og síberíu- lerki (Larix sibirica Ledeb. ) en öðrum innfluttum trjátegundum. Þessar tegundir hafa þrifist betur og víðar en skógræktarmenn ætluðu fyrir aðeins 40 árum. íslenskir og erlendir skógræktarmenn hafa undrast þetta, vegna þess að í heimkynnum lerkisins er dæmigert meginlandsloftslag, sem það hefur aðlagast, en á íslandi er úthafsloftslag, sem ætla mætti, að hentaði því ekki. Vistfræði- legt þolsvið þess hefir þannig reynst með ólík- indum stórt. Síberíulerki, sem fram að 1947 var heiti á öllu því lerki, sem nú er greint í tvær ofannefndar teg- undir, var ein þeirra erlendu trjátegunda, sem reyndar voru á fyrstu árum skógræktartilrauna hérlendis. Sigurður Blöndal (1964) ritaði allítar- lega um lerki og reynslu af ræktun þess á Islandi fram að þeim tíma. Á næstu 20 árum jókst ræktun lerkis mjög og mikilvæg reynsla fékkst og þekk- ing á atferli þess. Arnór Snorrason (1987) kann- aði vöxt og vaxtarlag lerkis um allt land sumarið 1985 á 144 teigum og skrifaði ítarlega ritgerð um þessa könnun og niðurstöður hennar. Áður hafði Þorbergur Hjalti Jónsson (1982) kannað sérstak- lega hæðarvöxt og vaxtarlag lerkis í Eyjafirði. I þessum könnunum og þá auðvitað sérstaklega í landskönnun Arnórs kom í ljós, að vöxtur og vaxtarlag lerkisins var ákaflega mismunandi inn- an héraða og milli þeirra. Skýrt kom fram, að rússalerki væri um vaxtarlag álitlegri trjátegund en síberíulerki á Norður- og Austurlandi. Fyrir því bæri að leggja áherslu á rússalerkið þar, sem markmið ræktunarinnar væri nytjaskógrækt. Hins vegar reyndist síberíulerki jafnvel betra í upp- sveitum Árnessýslu, sem er það svæði á Suður- landi, þar sem lerkirækt er vænlegust. í Borgar- firði norðan Skarðsheiðar sýnist rússalerki mun vænlegra en síberíulerki. Árin 1988 og 1989 komu úr gróðrarstöðvum Skógræktar ríkisins og Skógræktarfélags Eyfirð- inga og Reykjavíkur 818 þús. skógarplöntur af lerki. Árið 1988 nemur þetta 28% af plöntufram- leiðslunni, en 26% árið 1989. Okkur er ekki kunnugt um, að lerki skipi nokk- urs staðar í heiminum svo háan sess í skógrækt eins og á íslandi. Við gerum þá ráð fyrir, að síber- íski lerkiskógurinn endurnýist að verulegu leyti náttúrlega, að svo miklu leyti sem hann endur- nýjast. Sú var a.m.k. raunin á í Altaihéraði í Vestur-Síberíu skv. því sem höfundum var sagt, er þeir voru þar 1979 (Sigurður Blöndal 1980). Af því, sem nú hefir verið rakið, má ljóst vera, að íslenska skógræktarmenn hefir lengi dreymt um að kynnast lerkiskógum á heimaslóðum. Það gerðist í fyrsta skipti í ferð Sigurðar og Þórarins til Altaihéraðs, sem nefnd var hér á undan og Sigurður skýrði frá í Ársritinu. Niðurstaðan af könnun Arnórs um ágæti rússa- lerkisins í nytjaskógrækt á Norður- og Austur- landi hvatti enn frekar til þess, að íslenskum skógræktarmönnum gæfist kostur á því að skoða lerkið í Arkhangelskhéraði í Norður-Rússlandi. Að vísu höfðum við undir höndum mjög góða lýsingu á því eftir Milan Simak (1979), en hann var í hópi fjögurra sænskra skógræktarmanna, sem komu á slóðir lerkisins í þessu héraði árið 1976. ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990 117
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.