Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Side 121
Tafla 1. Lerkifræ frá Arkhangelskhéraði
Table 1. Larch seed írom Archangel district
Frænr. SeedNo. Kvæmi Provenance Magn Amount kg Inn- komið Intro- duced Sáð Sown Gróðrarstöð Nursery
330001 Arkhangelsk 0,45 1933 1933 H
490001 Arkhangelsk 1,35 1949 1949 H, V
551195 Vélsk 4,70 1955 1955 H,T,F
561251 Jarensk 2,00 1956 1956 H.T.F, V, A,L
571324 Onéga 8,79 1957 1957 H,T, F, V, A, L
571325 Arkhangelsk norðanv. 2,00 1957 1957 H
591424 Sénkúrsk 5,00 1959 1959 H, V
621573 Arkhangelsk 12,72 1962 1962 H,T, F, A,í
631583 Arkhangelsk 14,00 1963 1963 H,T,F
631587 Sénkúrsk 45,00 1963 1963 H, T, V, F, A
631587 Sénkúrsk - 1963 1964 H,T,F, A
641633 Sénkúrsk 10,00 1964 1965 H, V, F
691735 Plesetskoje 3,00 1969 1970 H.fræisafnað 1961
842143 Plesetskoje 10,00 1984 1984 H, G, fræi safnað 1969
842143 Plesetskoje - 1984 1985 H, V, G
900014 Pingéa, Karpogl. 50,00 1990 - fræi safnað 1989
Alls Sum 169,01
Skýringar - Explanation:
A = Akureyri I = Isafjörður
F = Fossvogur L = Laugabrekka
G = Grundarhóll T = Tumastaðir
H = Haliormsstaður V = Vaglir
í þessari töflu sést, að árin 1962 og 1963 koma
tæp 27 kg fræs, sem merkt er Arkhangelsk. Plönt-
urnar, sem uxu af því fræi, voru gróðursettar á
árunum 1966 og 1967. Könnun Arnórs Snorra-
sonar árið 1985 náði ekki til lerkiteiga yngri en frá
1965 og fyrir því var þetta kvæmi ekki með í
könnun hans. Pað er nú ljóst, að teigarnir, sem
vaxnir eru af þessu fræi á Hallormsstaðasvæðinu,
taka fram um vaxtarlag öllu lerki, sem gróðursett
hefir verið hérlendis, og er þá hið fræga Raivola-
kvæmi ekki undanskiiið. Þessi opinberun varð
enn frekari hvatning til þess að leita allra leiða til
þess að afla á ný lerkifræs af þessu svæði.
Ræktun rússalerkis gat þó haldið áfram á Is-
landi, þrátt fyrir þessi vandkvæði á fræöflun af
heimaslóðum þess. Fyrir því voru ástæður, sem
nú skal greina.
í Skandinavíu eru víða til teigar af rússalerki
frá því fyrir síðustu aldamót og fyrri hluta þess-
arar aldar. Frásagnir af sumum þeirra hafa birst í
Ársritinu (Hákon Bjarnason 1969, Sigurður
Blöndal 1983 og 1989). Fræ af nokkrum þessara
teiga barst til íslands strax upp úr 1950, einkan-
lega af Raivolalerki í hinu fræga trjásafni (arboret-
um) í Mustila í Finnlandi (tafla 3).
Á sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum voru
stofnaðar fræekrur af lerki í Finnlandi, Noregi og
Svíþjóð.
Lesendur geta fræðst um það, hvað fræekra er,
í grein, sem Snorri Sigurðsson og Pórarinn Bene-
dikz (1989) skrifuðu um fræekruna á Taraldsöy á
Hörðalandi íNoregi (bls. 100).
Tafla 2 er skrá yfir þær fræekrur af lerki í
Skandinavíu, sem Skógrækt ríkisins hefir fengið
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
119