Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Qupperneq 132
MINNING
Sr. Trausti Pétursson
19. júní 1914 - 5. mars 1990
Tvennt var það einkum sem varð til þess að
leiðir okkar sr. Trausta Péturssonar lágu saman
og að kynni við hann og fjölskyldu hans urðu náin
og góð: hann var upprunninn í Svarfaðardal, ferm-
ingarbróðir konu minnar, og hann settist að aust-
ur á Djúpavogi í næsta nágrenni við æskuheimili
mitt. Þangað heimsóttum við hjónin sr. Trausta
og frú Maríu konu hans nálega á hverju sumri
meðan þau dvöldust í Prestshúsinu, sem stendur
rétt við kirkjuna í þorpinu.
Sr. Trausti fæddist 19. júní 1914 í Höfn á Dal-
vík ogólst upp í Brekkukoti og Jarðbrú í Svarfað-
ardal. Ekki mun hafa verið auður í garði fjöl-
skyldu hans, en hann braust til menntaskóla- og
háskólanáms. Vafalaust hefur nálægð og orðstír
Menntaskólans á Akureyri verið ungmennum
norðan lands mikil hvatning til náms og merkilegt
má það til dæmis teljast að um skeið voru sam-
tímis þrír af prófessorum læknadeildar úr Svarf-
aðardal, auk þess sem margir aðrir ágætismenn
eru úr þeim jarðvegi sprottnir, þ.á.m. einn af for-
setum landsins.
Sr. Trausti lauk guðfræðiprófi 1944 og var
vígður prestur til Sauðlauksdals 18. júní í
miðjum hátíðahöldum lýðveldisstofnunarinnar
og rúmum mánuði síðar eða 19. júlí kvæntist
hann Borghildi Maríu Rögnvaldsdóttur frá
Akureyri. Pau dvöldust næstu ár í Sauðlauksdal,
en fluttust 1949 austur á Djúpavog þar sem sr.
Trausti var sóknarprestur og prófastur til 1982
eða í 33 ár. Ýmis önnur störf hlóðust á hann, s.s.
formennska í skólanefnd, bókasafnsstjórn, próf-
dómarastörf, gjaldkerastarf í sjúkrasamlagi
hreppsins, endurskoðandi kaupfélagsins og Bú-
landshrepps, var hann og kirkjuþingsmaður svo
og fyrsti forstöðumaður afgreiðslustofu Lands-
banka Islands, sem opnuð var á Djúpavogi 1978.
Pá var sr. Trausti formaður Skógræktarfélags
Búlandshrepps.
Pessi upptalning sýnir traust það sem menn
báru til hans, enda var þar um að ræða ákaflega
heiðarlegan og vandaðan mann, sem lagði mikla
alúð við öll störf sín og mátti í engu vamm sitt
vita. Meðal þeirra mála sem sr. Trausti lét alveg
sérstaklega til sín taka fyrir utan embættisstörfin
var skógrækt.
í dölunum inn af Berufirði og Hamars- og Álfta-
firði eru nokkrir skógar, en skógrækt hafði ekki
mjög verið sinnt á þessum slóðum á liðnum árum.
Þegar foreldrar mínir bjuggu á Búlandsnesi kom
móðir mín upp blóma- og trjágarði fyrir framan
íbúðarhúsið. Við brottför fjölskyldunnar 1928
var þessi trjárækt úr sögunni. Sr. Trausti og Þor-
steinn læknir Sigurðsson munu hafa verið fremst-
ir í flokki um efling skógræktar á hluta af túni
130
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990