Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Síða 144
Magnússon, gestur, Jóhann Guðbjartsson,
Pétur Sigurðsson.
— Heiðsynninga: Margrét Guðjónsdóttir.
— ísfirðinga: Magdalena Sigurðardóttir.
— Kjósarsýslu: Elísabet Kristjánsdóttir,
Guðrún Hafsteinsdóttir, Halldór Sigurðsson.
— Kópavogs: Leó Guðlaugsson, Hjördís Pét-
ursdóttir, Vilborg Björnsdóttir, Gísli Krist-
jánsson.
— Mörk: Erla ívarsdóttir, Ólafía Jakobsdóttir.
— Rangæinga: Markús Runólfsson, Sigurvina
Samúelsdóttir, Klara Haraldsdóttir.
— Reykjavíkur: Þorvaldur S. Porvaldsson,
Þórður Porbjarnarson, Reynir Vilhjálmsson,
Birgir ísl. Gunnarsson, Ásgeir Svanbergs-
son, Vilhjálmur Sigtryggsson, Ólafur Sæ-
mundsson, Ólafur Sigurðsson, Kjartan
Sveinsson.
— Siglufjarðar: Jóhann Þorvaldsson.
— Skagastrandar: Friðberg Stefánsson.
— Skagfirðinga: Jóhann Svavarsson, Gréta
Úlfsdóttir, Óskar Magnússon, Jón Bjarna-
son.
— Skáta: Halldór Halldórsson.
— Skilmannahrepps: Oddur Sigurðsson.
— S.-Þingeyinga: Hólmfríður Pétursdóttir,
Friðgeir Jónsson, Þórey Aðalsteinsdóttir.
— V.-Isfirðinga: Þorsteinn Gíslason.
ÞETTA GERÐIST Á FUNDINUM
Formaður félagsins, Hulda Valtýsdóttir, setti
fundinn, bauð fundarmenn velkomna og lýsti
ánægju stjórnar S.í. yfir því að fá tækifæri til að
halda aðalfund á þeim merka stað ísafirði. í
tilefni fundarins færði formaðurinn Skógræktar-
félagi ísafjarðar 250 valdar birkiplöntur, sem
gróðursettar verða á morgun. Þá minntist Hulda
Hákonar Bjarnasonar, fyrrverandi skógræktar-
stjóra og heiðursfélaga Skógræktarfélags íslands,
en Hákon lést 16. apríl s. 1. Þá bauð hún sérstak-
lega velkomna tvo heiðursfélaga félagsins, þau
Guðrúnu Bjarnason og Jóhann Þorvaldsson og
Martin Barkved frá Noregi.
Kosning starfsmanna fundarins: Fundarstjór-
ar: Lára Oddsdóttir og Kjartan Ólafsson. Ritar-
ar: Þórunn Eiríksdóttir, Markús Runólfsson,
Reynir Vilhjálmsson og Ólafía Jakobsdóttir.
Formaður skógræktarnefndar: Hólmfríður Finn-
bogadóttir. Formaður allsherjarnefndar: Jón
Bjarnason. Kjörbréfanefnd: Ólafía Jakobsdóttir
formaður, Vignir Sveinsson og Þórður Þorbjarn-
arson. Söngstjórar: Ólafur Vilhjálmsson og Þor-
valdur S. Þorvaldsson. Þá var sungið: „Ó, fögur
er vor fósturjörð...“
Ávarp Magdalenu Sigurðardóttur, formanns
Skógræktarfélags ísfirðinga. Hún bauð gesti
velkomna og kynnti staðhætti.
Ávarp skógræktarstjóra, Sigurðar Blöndals.
Hann sagði að þetta yrði í síðasta sinn sem hann
ávarpaði aðalfund Skógræktarfélagsins sem
skógræktarstjóri. Hann sagði að það mætti kalla
félagsmenn skógræktarfélaganna hjálpræðisher
Islands. Og því mætti slá föstu að skógræktarfé-
iögin hafi í upphafi og lengi fram eftir verið einu
náttúruverndarsamtökin í landinu. Sigurður taldi
að styrkja ætti skógræktaráhugafólkið enn betur í
starfi. Skógræktarstjóri kvaddi með þeim orðum
að um leið og hann drægi sig í hlé sem atvinnu-
maður í skógrækt slægist hann formlega í hóp
okkar áhugamannanna.
Eftir matarhlé skilaði kjörbréfanefnd áliti.
Framsögumaður var Ólafía Jakobsdóttir. Kjör-
bréf bárust frá 63 fulltrúum, en nokkur félög
sendu hvorki kjörbréf né fulltrúa.
Kjörbréfin voru samþykkt samhljóða.
Fundarmönnum var því næst enn gefinn kostur
á að leggja fram tillögur til umfjöllunar á fundin-
um.
Einn af gestum fundarins, Herdís Þorvalds-
dóttir, tók til máls um hina geigvænlegu gróður-
eyðingu í Iandinu, sem þyrfti tafarlaust að
stöðva. Allsherjarnefnd mun fjalla nánar um
málið.
Kjartan Ólafsson minntist á að Landvernd
hefði tekist að fá að setja merki á innkaupapoka
úr plasti og hafa af því tekjur, en kaupmenn á
Selfossi hefðu heldur kosið að styrkja Skógrækt-
arfélag Árnesinga í því formi og væri félagið nú
farið að hafa tekjur af plastpokum seldum á Sel-
fossi. Benti hann á að þetta gæti verið öðrum
félögum til eftirbreytni.
Markús Runólfsson tók til máls og benti á að ef
hver þéttbýlisstaður eða hvert félag hugsaði bara
um sjálft sig í þessu efni yrðu fámenn héruð
142
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990