Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Side 146

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Side 146
Ágúst Árnason skógarvörður í Hvammi leiðbeinir nokkrum fundarmönnum í gróðursetningu landgrœðslu- skógar. Mynd: Sig. Blöndal. Sveinn Runólfsson talaði um landval fyrir landgræðsluskóga. 1. Friðað svæði, aðgengilegt. 2. Eignarhald-ríkisland, land bæja og sveit- arfélaga, einkaland. 3. Staðsetning - alfaraleið, landgerð, nálægð þéttbýlis. 4. Fjöldi svæða. Svæðið sé þannig valið að þar sé góðs árangurs að vænta. E.t.v. þarf að framkvæma undirbún- ingsaðgerðir til að ná betri árangri. Spurning verður einkum um fjölda svæða í hverri sýslu. Varasamt er að dreifa kröftum á of mörg svæði. Varðandi eignarhald verður að gera samninga um skógræktarlandið, m.a. um umráðarétt, aðgang og ágóða af nytjum (afurðum). Æskilegt er að svæðin séu í alfaraleið, svo að þau auglýsi sig sem best. Þá verði svæðin merkt og þess getið hverjir hafi staðið þar að verki. Tryggja þarf góða aðhlynningu að skógarsvæð- unum á komandi árum. Sveinn sýndi litskyggnur máli sínu til skýringar. Myndirnar staðfestu m. a. hversu áburðargjöf er mikilvægt vopn í land- græðslu. Ennfremur ýmis forræktun, s. s. lúpínu- rækt og grassáning. Sigurður Blöndal ræddi um ýmis atriði varð- andi ræktun. Hann kvað marga spyrja, hvort allir skógar væru ekki landgræðsluskógar. Svo er þó ekki, því þegar gróðursett er í skóglendi, er ekki um að ræða eiginlega landgræðslu. Við ætlum okkur hins vegar það verkefni að rækta upp ógróið eða illa gróið land. Möguleikar á sáningu birkifræs í örfoka land hafa aukist verulega með tilkomu húðunar á birkifræinu. Komið hefur í ljós, að haustsáning birkis gefur mun betri árangur en vorsáning. Við getum aldrei keppt við náttúruna í fræmagni en getum valið lífvænleg- ustu skilyrðin. Við óskum eftir að sýna í verki, að Landgræðslan og Skógræktin eiga það sameigin- Iega markmið að græða landið. Snorri Sigurðsson ræddi um tæknileg atriði varðandi landgræðsluskóga-átakið. í febrúar s.l. óskaði framkvæmdanefnd eftir upplýsingum og ábendingum um framkvæmd skógræktarátaksins og val á löndum til þess. Góð svör bárust frá smærri sveitarfélögum en dræmari frá þeim stærri. Snorri taldi óráðlegt að velja fleiri en 2-3 svæði í hverju héraði. Þéttbýlis- svæðin hafa þó sérstöðu. Ganga verður frá ákvörðun um staðarval og samningum um löndin nú í haust. Uppeldi á rúmlega einni og hálfri milljón trjáplantna var boðið út og er þegar hafið í Arnessýslu og Reykjavík. Plöntuuppeldið hefur heppnast allvel þrátt fyrir óhagstæða veðráttu í sumar. Nokkuð skorti á að gengið hafi verið frá stofnun framkvæmdanefnda í héruðunum og er brýnt að bæta þar um sem fyrst. Beita á mismun- andi aðferðum við gróðursetninguna, en ef við ætlum að fá góð þrif í birki verðum við að gefa því áburð. Plöntunarstafur er gott tæki við gróður- setninguna. I lítt grónu landi verður að velja plöntunum stað þar sem hættan á holklaka er minnst. Æskilegt er að gefa áburð í 3 holur í ca. Fundarmenn nutu góðra veitinga Skógrœktarfélags Isafjarðar í blíðunni utan við Tunguskóg. Mynd: Sig. Blöndal. 144 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.