Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Síða 146
Ágúst Árnason skógarvörður í Hvammi leiðbeinir
nokkrum fundarmönnum í gróðursetningu landgrœðslu-
skógar. Mynd: Sig. Blöndal.
Sveinn Runólfsson talaði um landval fyrir
landgræðsluskóga.
1. Friðað svæði, aðgengilegt.
2. Eignarhald-ríkisland, land bæja og sveit-
arfélaga, einkaland.
3. Staðsetning - alfaraleið, landgerð, nálægð
þéttbýlis.
4. Fjöldi svæða.
Svæðið sé þannig valið að þar sé góðs árangurs
að vænta. E.t.v. þarf að framkvæma undirbún-
ingsaðgerðir til að ná betri árangri. Spurning
verður einkum um fjölda svæða í hverri sýslu.
Varasamt er að dreifa kröftum á of mörg svæði.
Varðandi eignarhald verður að gera samninga
um skógræktarlandið, m.a. um umráðarétt,
aðgang og ágóða af nytjum (afurðum).
Æskilegt er að svæðin séu í alfaraleið, svo að
þau auglýsi sig sem best. Þá verði svæðin merkt
og þess getið hverjir hafi staðið þar að verki.
Tryggja þarf góða aðhlynningu að skógarsvæð-
unum á komandi árum. Sveinn sýndi litskyggnur
máli sínu til skýringar. Myndirnar staðfestu m. a.
hversu áburðargjöf er mikilvægt vopn í land-
græðslu. Ennfremur ýmis forræktun, s. s. lúpínu-
rækt og grassáning.
Sigurður Blöndal ræddi um ýmis atriði varð-
andi ræktun. Hann kvað marga spyrja, hvort allir
skógar væru ekki landgræðsluskógar. Svo er þó
ekki, því þegar gróðursett er í skóglendi, er ekki
um að ræða eiginlega landgræðslu. Við ætlum
okkur hins vegar það verkefni að rækta upp
ógróið eða illa gróið land. Möguleikar á sáningu
birkifræs í örfoka land hafa aukist verulega með
tilkomu húðunar á birkifræinu. Komið hefur í
ljós, að haustsáning birkis gefur mun betri
árangur en vorsáning. Við getum aldrei keppt við
náttúruna í fræmagni en getum valið lífvænleg-
ustu skilyrðin. Við óskum eftir að sýna í verki, að
Landgræðslan og Skógræktin eiga það sameigin-
Iega markmið að græða landið.
Snorri Sigurðsson ræddi um tæknileg atriði
varðandi landgræðsluskóga-átakið.
í febrúar s.l. óskaði framkvæmdanefnd eftir
upplýsingum og ábendingum um framkvæmd
skógræktarátaksins og val á löndum til þess. Góð
svör bárust frá smærri sveitarfélögum en dræmari
frá þeim stærri. Snorri taldi óráðlegt að velja
fleiri en 2-3 svæði í hverju héraði. Þéttbýlis-
svæðin hafa þó sérstöðu. Ganga verður frá
ákvörðun um staðarval og samningum um löndin
nú í haust. Uppeldi á rúmlega einni og hálfri
milljón trjáplantna var boðið út og er þegar hafið
í Arnessýslu og Reykjavík. Plöntuuppeldið hefur
heppnast allvel þrátt fyrir óhagstæða veðráttu í
sumar. Nokkuð skorti á að gengið hafi verið frá
stofnun framkvæmdanefnda í héruðunum og er
brýnt að bæta þar um sem fyrst. Beita á mismun-
andi aðferðum við gróðursetninguna, en ef við
ætlum að fá góð þrif í birki verðum við að gefa því
áburð. Plöntunarstafur er gott tæki við gróður-
setninguna. I lítt grónu landi verður að velja
plöntunum stað þar sem hættan á holklaka er
minnst. Æskilegt er að gefa áburð í 3 holur í ca.
Fundarmenn nutu góðra veitinga Skógrœktarfélags
Isafjarðar í blíðunni utan við Tunguskóg. Mynd: Sig.
Blöndal.
144
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990