Skógræktarritið - 15.10.2000, Blaðsíða 8
Sigurður Sigurðsson búnaðar-
málastjóri, en öflug hvatning
kom frá fslendingum íVestur-
heimi og íslandsdeild Félags nor-
rænna búvísindamanna sem kaus
fimm manna nefnd undir forystu
Sigurðar til að undirbúa stofnun
félagsins.
i fyrstu gerðabók félagsins um
tildrög að stofnun þess segir
m.a.:
„Um aldamótin síðustu var
starf hafið til að vernda skógar-
leifar og gróðursetja nýja skóga
og tré. Þetta starf hefur víða bor-
ið sæmilegan árangur, betri en
menn bjuggust við í fyrstu. Af
þeirri reynslu sem þegar er fengin
er það auðsætt að möguleikar
eru hér allmiklir til trjá- og skóg-
ræktar. Áhugi almennings fyrir
þvf að gróðursetja tré og runna
heima við hús og bæi mun lfka
vera að færast talsvert í vöxt á
seinni árum, en miklum örðug-
leikum hefur það valdið, hve
erfitt það er og jafnvel ómögulegt
að fá hentugar og ódýrar plöntur
sem heppilegar eru til gróður-
setningar." Og síðar segir „Ríkið
fæst að vísu nokkuð við skóg-
ræktarmál og hefur skógræktar-
stjóra, sérfróðan mann íþjónustu
sinni, en starf hans hefur að
mestu verið innifalið í því að sjá
um friðun og verndun þeirra litlu
skógarleifa sem eftir eru. Ef skóg-
ræktarmálum á að miða fljótt og
vel áfram er auðsætt að til þess
þarf almenn samtök landsmanna
og til þess að fá þau er eina leið-
in að stofna öflugan félagsskap".
Alþingishátíðin 1930 varð þjóð-
inni mikil vakning til dáða. Hún
efldi samhug um hugsjónir og
jók samstöðu um ýmis þjóðþrifa-
verk þar á meðal uppgræðslu
landsins. Þessi vakning kemur vel
fram f Alþingishátíðarljóðum ís-
lensku skáldanna, sem flutt voru
á hátíðinni. Þannig segir í Alþing-
ishátíðarljóði Davíðs Stefánsson-
ar frá Fagraskógi:
f fiugum okkar er vaxandi vor
þó vetri og blási kalt.
Við sáðum fræjum ((slenska auðn
og uppskárum hundraðfalt.
Við erum þjóð sem vöknuð er til starfa
og veit að hún sigrar allt.
f þessu andrúmslofti bjartsýni
og vaxandi trúar á getu þjóðar-
innar var vel við hæfi að stofna
Skógræktarfélag íslands. Á þess-
um tíma var almenn trú á skóg-
rækt í landinu lítil og jafnvel litið
á skógræktarmenn sem draum-
óramenn eða óraunsæja sérvitr-
inga. Á stofnfundinum hér í
Stekkjargjá voru samþykkt lög
fyrir félagið og þvf kosin stjórn. f
fyrstu stjórn voru kjörnir Einar
Árnason fjármálaráðherra, Sig-
urður Sigurðsson búnaðarmála-
stjóri, Maggi Júl. Magnús læknir,
)ón Ólafsson alþingismaður og
Hólmjárn J. Hólmjárn efnafræð-
ingur og varamenn þeir Valtýr
Stefánsson ritstjóri, Pálmi Ein-
arsson ráðunautur og Ásgeir L.
Jónsson ráðunautur.
Markmið félagsins við stofnun
voru háleit en jafnframt raunsæ. f
fundargerð fundarins hér í Stekkj-
argjá segir að félagið setji sér
það markmið að klæða landið á
ný skjólgóðum, vorgrænum og
glitfögrum skrúða, sem hylji holt
og hæðir þessa lands þegar tvö-
þúsund ára Alþingishátíð verður
haldin á Þingvöllum, En til þess
að það náist þarf vilja -
þrautseiga stálfasta vilja, sem
gróðursetja munu tré við tré
þangað til markinu er náð og
landið viði vaxið milli fjalls og
fjöru.
Hin fleygu rituðu orð Ara fróða
í íslendingabók eru þarna
skemmtilega fléttuð inn f megin-
markmið Skógræktarfélag íslands
og um leið lögð sú stefna að end-
urheimta á næstu þúsund árum
það sem tapast hafði á liðnum
þúsund árum. Sennilega geta
reiknimeistarar þríliðunnar kom-
ist að því að sú aukning í skógar-
þekju í landinu sem orðið hefur á
þeim 70 árum sem liðin eru frá
stofnun Skógræktarfélags íslands
haldi ekki fyllilega í við þúsund
ára markmiðið, en þessi sjötíu ár
f skógrækt hafa fært okkur dýr-
mæta reynslu, sem mun gera það
kleift að ná markmiðinu ef kom-
andi kynslóðir vilja það. Þessi
reynsla og góður árangur í skóg-
rækt hefur einnig aukið trúverð-
ugleika lýsingar á gróðurþekju
landsins við landnám sem stund-
um hefur verið dregin í efa.
Starfsemi Skógræktarfélags ís-
lands var fyrstu árin hefðbundin
starfsemi héraðsskógræktarfélags
við plöntun og friðun lands f ná-
grenni Reykjavíkur og naut félag-
ið strax mikillar velvildar og
stuðnings bæjarstjórnar Reykja-
víkur. Síðar breyttist félagið í
landssamband skógræktarfélaga
og tók Skógræktarfélag Reykjavfk-
ur yfir hina hefðbundnu skóg-
ræktarstarfsemi þess árið 1946.
Síðan hefur Skógræktarfélag ís-
lands verið málsvari Skógræktar-
félaganna í landinu sem nú eru
60 að tölu með sjö til átta þús-
und félagsmenn. Skógræktarlönd
í umsjá félaganna eru nú rúmlega
200 að tölu og um tuttugu þús-
und hektarar að stærð. Þessi
lönd eru nú flest opin almenningi
og f vaxandi mæli notuð til úti-
vistar. Talið er að frá upphafi hafi
á milli þrjátíu og fjörutíu milljón-
ir plantna verið gróðursettar á
vegum skógræktarfélaganna en
það mun vera nærri því helming-
ur af þeim plöntufjölda sem
gróðursettur hefur verið á öld-
inni. Til marks um vaxandi
skógræktaráhuga skal þess getið
að á þessu ári hafa fjögur ný
skógræktarfélög fengið aðild
að Skógræktarfélagi íslands.
Það má því segja að það sé kröft-
ugur vöxtur f íslenskum skógum
6
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000